Færsluflokkur: Bloggar
24.3.2008 | 20:56
10!!!!!
Ágúst gerði sér lítið fyrir og þrusaði í gegn svakalegasta lokaprófi sem hefur verið tekið frá hinum víðfræga Tónskóla Þjóðkirkjunnar, sló út einkunnamet eiginkonunnar og fékk 10.0 takk fyrir. Hann var líka búinn að vinna hörðum höndum (og fótum) að þessu í allan vetur og eiginlega miklu lengur, sum stykkin hefur hann verið að stúdera í nokkur ár! Vann 50% í vetur og æfði sig eins og dj...ll, svo þegar kom alltíeinu í ljós að við værum að flytja og hann þyrfti að flýta prófinu fékk hann að hætta í vinnunni og æfði sig þá fáááááránlega mikið, mættur upp í kirkju fyrir 7 á morgnana og svo aftur eftir lokun fram á kvöld, púff. Þetta tókst allavegana sæmilega...
Smá galli við þetta allt saman að ólétta eiginkonan þurfti að sjá um allt annað, smáatriði eins og að pakka búslóð (og gekk pínulítið fram af sér, ég viðurkenni allt) og svo var ég líka mjööööög dugleg að undirbúa fína veislu eftir tónleikana, hef eiginlega aldrei séð mig fyrir mér í snittugerð en það æxlaðist samt einhvern veginn þannig að ég töfraði fram dýrindis rétti (fyrir ca. 500 manns held ég)með dyggri aðstoð mömmu og tengdamömmu. Kvarta svo ekki yfir afgöngunum, mokaði í mig ávöxtum og berjum og snittum og gúmmelaði í gær og á enn eftir slatta af bláberjum og sit núna uppí rúmi með hníf og gaffal og 1/4 af sætustu og safaríkustu vatnsmelónu í heimi (reyndar slæm hugmynd, út af þessu hvað hún er safarík).
Já ég var reyndar kannski aðeins of dugleg í eldhúsinu föstudag og laugardag því það endaði með því að eftir samkvæmið voru lappirnar ónýtar (þurfa að bera 10 aukakíló þessa dagana) og lífbeinið að klofna, það er eiginlega ekki nógu gott. Já og pínu samdrættir líka, hmm... Lét mér líka nægja að spila 2 messur á páskadag, slapp við þá þriðju og lá í staðinn í bælinu eftir hádegi með páskaegg (frá Hafliða chocolatier, omg hvað nammið inní því er gott, takk Kata frænka!) og bláber, fór svo til mömmu og lagðist í baðkerið og sófann og svo var hún með fínan páskamat og við átum á okkur gat og svo hélt ég áfram að liggja í sófanum...
Fermdi svo nokkur börn í Grafarvogskirkju í dag í 2 messum og lagðist svo aftur í bælið, fann reyndar ekki páskaeggið (ágúst hafði laumað því inn á skrifstofu en þóttist reynar ekkert hafa falið það, ég bara hafði ekki rænu á að gá) svo ég borðaði bara venjulegt nammi.
Svo erum við bara farin út í fyrramálið! Horsens hír ví kom ég meina her kommer vi. Eini munurinn að ég kem til baka en Ágúst ekki. Bæjó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 22:33
Útskriftartónleikar Ágústar og í leiðinni kveðjuhóf Danmerkurfara
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2008 | 22:25
Passio eftir Arvo Pärt í Hallgrímskirkju á skírdag kl. 17
Jóhannesarpassía Pärts er talin til höfuðverka tónskáldsins, grípandi og áhrifamikil óratóría. Hún er nú flutt í fyrsta sinn á Íslandi.
"Passio" eftir Arvo Pärt flytur píslarsöguna með orðum Jóhannesarguðspjalls á latínu. Tómas Tómasson bassi syngur hlutverk Jesú, Þorbjörn Rúnarsson tenór er í hlutverki Pílatusar, einsöngvarakvartett skipaður Margréti Sigurðardóttur sópran, Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur alt, Braga Bergþórssyni tenór og Benedikt Ingólfssyni bassa flytur orð guðspjallamannsins og kammerkórinn Schola cantorum túlkar prestana, lýðinn o.fl. Hljóðfæraskipanin er látlaus: fiðla, selló, óbó, fagott og orgel. Hljóðfæraleikarar eru Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Hrafnell Orri Egilsson selló, Eydís Franzdóttir óbó og Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið.
Miðasala er hafin í Hallgrímskirkju og 12 tónum, miðaverð er kr. 3000,- (2500 ef þið segið töfraorðið Lára Bryndís í miðasölunni)
Arvo Pärt og Passio
Arvo Pärt fæddist í nágrenni Tallinn í Eistlandi árið 1935. Hernám Sovétmanna í Eistlandi setti mjög mark sitt á æsku hans, en því lauk ekki fyrr en við upphafi tíunda áratugarins. Á unglingsárum sínum svalaði Pärt tónlistaráhuga sínum meðal annars með því að hlusta á útvarpið af mikilli áfergju. Síðar fékk hann vinnu við eistneska ríkisútvarpið sem hljóðmaður. Í þeim starfa komst hann í tæri við þá nútímatónlist sem á annað borð var leyfð í landinu.
Pärt var fyrstur eistneskra tónskálda til að nota tólftóna-tækni Schönbergs. Það gerði hann í hljómsveitarverkinu Necrolog (1960/61), sem hann samdi meðan hann var enn við nám í Tónlistarháskólanum í Tallinn. Verkið olli nokkrum titringi meðal yfirvalda, sökum meints skyldleika við úrkynjað tónmál Vesturlanda. Þó kom það ekki í veg fyrir að hann yrði meðal sigurvegara í keppni fyrir ung tónskáld innan Sovétríkjanna árið 1962.
Á sjöunda áratugnum kafaði Pärt djúpt í tónlistararf vestur Evrópu, einkum tónlist J.S. Bachs. Sömuleiðis sótti hann í vaxandi mæli í arf kristinnar trúar í lítilli þökk yfirvalda. Verk hans Credo (1968) var bannað af sovéskum yfirvöldum sem hugnaðist ekki sú blygðunarlausa játning sem fólst í orðunum ,,Ég trúi á Jesú Krist."
Eftir þetta dró Pärt sig í hlé og sökkti sér niður í rannsóknir á gregorssöng og endurreisnar- og miðaldatónlist. Árið 1971 sendi hann þó frá sér þriðju sinfóníu sína þar sem slík áhrif koma við sögu. Annars samdi hann mest lítið næstu árin nema kvikmyndatónlist, en henni hafði hann alla tíð sinnt meðfram öðrum tónsmíðum.
Í sjálfskipaðri útlegð sinni frá athygli umheimsins færði Pärt sig nær grunneiningum tónmálsins og fór að leggja nýjan skilning í möguleikana sem búa í einum stökum tóni, og enn fremur mikilvægi einfaldra þríhljóma. Út frá þessu þróaði hann eins konar lögmál sem hann nefnir tintinnabuli og kemur fyrst skýrt fram í píanóverkinu Für Alina (1976).
Árið 1980 yfirgaf fjölskylda Pärts Eistland og settist að í Berlín. Fljótlega eftir það samdi hann Jóhannesarpassíu út frá tintinnabuli-lögmálinu og hefur hann síðan þá að mestu einbeitt sér að trúarlegri tónlist. Meðal slíkra verka má nefna Sieben Magnificat-Antiphonen (1988), Miserere (1989), Beatitudes (1990) og Litany (1994).
Í hverju nýju verki vinnur Pärt út frá lögmálum sem leiða tónsmíðina áfram, segja til um tónhæð og nótnagildi og jafnvel uppbyggingu verksins í heild. Hann ber þetta ferli saman við verk skaparans sjálfs og segir: Ég horfi á það sem var fyrir stóra hvell þegar Guð hafði þá þegar fullgert formúluna." Enn fremur segir Pärt að í söngtónlist sé textinn aðalefniviðurinn sem hann vinnur með út frá lögmálum sínum, og segir textann vera mikilvægari en tónlistina sjálfa. Hann leitar að því sem býr að baki sérhverju orði, hversu mikilvæg sem orðin kunna að virðast, og er útkoman stundum óvænt. Hann rígheldur þó ekki í fastákveðin lögmál heldur sveigir þau og beygir uns lögmálin, textinn og tónverkið falla saman.
Innan kirkjunnar er aldagömul hefð fyrir því að syngja frásagnir guðspjallanna fjögurra um píslargöngu Krists í dymbilviku. Söngformið þróaðist smám saman á þann hátt að mismunandi hlutar sögunnar urðu að mismunandi sönghlutverkum; prestur söng orð Jesú, djákni fór með hlutverk sögumanns og lægra settur kirkjunnar maður söng fyrir aðrar sögupersónur, þ.á.m. Pílatus, Pétur og mannfjöldann. Á tímum J.S. Bach höfðu tónsetningar píslarsögunnar síðan fest sig í sessi sem stór tónverk með aríum, sálmalögum og kórhlutum, allt á móðurmálinu, þar sem túlkun tilfinninga er gefinn mikinn gaumur.
Arvo Pärt fer allt aðra leið í Jóhannesarpassíu sinni. Hann notar latneska þýðingu, og hvert "hlutverk" fær aðeins fyrirfram ákveðna tóna og nótnagildi til að spila úr. Jafnvel þagnirnar milli setninga eru fastákveðnar og ræðst lengdin af atkvæðafjölda síðasta orðsins á undan.
Guðspjallamaðurinn, aðalfrásagnarhlutverkið í passíunni, er sunginn af blönduðum kvartett við undirleik fiðlu, óbós, sellós og fagotts, allt út frá nótunni A. Orð Jesú eru sungin hægar og fá því meiri tíma, bassinn flytur þau og orgelið leikur með eins konar spegilmynd af sönglínunni. Tenórsöngvari fer með hlutverk Pílatusar ásamt orgelundirleik, og kemur tónbilið stækkuð ferund eða tónskratti" mikið við sögu. Kórinn fer með önnur hlutverk og byggist allur söngur hans á E-dúr þríhljómi nema upphafið og lokin, en sá texti er ekki úr guðspjallinu heldur annars vegar titillinn Passio Domini Nostri Jesu Christi secundum Joannem" og hins vegar lokabænin í D-dúr Qui passus es pro nobis, miserere nobis. Amen." eða "Þú sem þjáðist fyrir oss, miskunna þú oss. Amen."
Þrátt fyrir að nóturnar séu fyrirfram ákveðnar af nákvæmum og einföldum lögmálum höfundarins, þá ber tónverkið tintinnabuli-lögmálinu fagurt og magnað vitni. Skýrt dæmi er orðið crucifigeretur", lengsta orðið í allri passíunni. Þar berst laglínan, samkvæmt lögmálinu, lengra frá grunntóni sínum en annars staðar, um leið og Jesú er færður til krossfestingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2008 | 08:24
Bíllaust líf eður ei?
Get engan veginn ákveðið hvort við hendum grænu beyglunni (m.ö.o. mínum ástkæra súbbarú) í gám til Danmerkur eða hvort við kaupum okkur bíl þar eða hvort við barasta bara gerum eins og sumir útlendingar sem ég hef heyrt um og verðum bíllaus
Sko græna beyglan sem mér finnst voða fín er það kannski ekki í augnablikinu, enda bæði beygluð og með drynjandi ónýtt púst, það stendur reyndar til bóta (allavegana pústið). En öllum öðrum finnst súbbi greyið drusla, þ.á.m. tengdó, en hennar bíll dó drottni sínum í síðustu viku og hún varð bara móðguð þegar ég bauð henni að kaupa súbba! Enda keypti hún miklu flottari bíl, öfundiöfundi... En það gæti varla þurft að borga nema svo og svo mikla tolla af svona ónýtum bíl í Danmörku og það kostar ekkert agalega mikið að flytja bílinn. Hins vegar er a.m.k. jafnógeðslegadrulludýrt að reka bíl í DK...
Svo er það hreinlega spurning hvort við þurfum bíl, búum við hliðina á vinnunni hans Ágústar og í alveg meinlausri göngufjarlægð við miðbæinn og búðina og svoleiðis, og það hefur nú t.d. sést til mín á hjóli áður, m.a.s. hef ég heyrt að í útlöndum noti fólk strætó, og hann stoppar einmitt rétt hjá húsinu. Flækir samt kannski málin eitthvað að vera með grisling. Og ef allt er í volli mundi nú líklega ekki gerast neitt verra en að við keyptum bíl...
Er að verða komin að þeirri niðurstöðu að leyfa súbba að búa áfram á Íslandi og sjá bara til hvort við þurfum bíl í bili. Einhverjar aðrar tillögur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.3.2008 | 11:30
Búslóðarlaust líf
Jiii.. hvað það er gott að vera "búin" að flytja, ég er samt ekki að flytja sjálf fyrr en eftir 2 mánuði, stórfurðulegt. En allavegana tókst okkur að fylla gáminn og senda hann af stað þannig að búslóðin er einhvers staðar úti á rúmsjó Hafði sosum alveg látið mér detta í hug að það væri mikið mál að pakka en það var samt eiginlega enn þá meiri bilun en ég hélt! (ég viðurkenni að við eigum soldið mikið dót). Takk fyrir hjálpina Dagbjört, Auður, Halldóra, Ólöf, Sibba, Haukur og "burðarmennirnir" Teitur frændi, Daníel Brandur og svo tengdapabbi.
Þrátt fyrir alla hjálpina var ég samt svo gjörsamlega úúúútkeyrð eftir allt saman (hence: ekki ofurkonan) að á fimmtudaginn var ég bara komin með leiðinda samdrætti og grjótharðan belg og við kvensjúkdómalæknirinn á heimilinu vorum sammála um að setja mig í smá pásu. Chillaði heilan helling í bælinu og spilaði bara 2 athafnir í gær... (neitaði sko að mæta og syngja í 3. athöfninni, stóð mig mjög vel). Ætla líka að vera sæmilega afslöppuð í dag og spila bara eina athöfn. Væri samt alveg til í að vera bara ofurspræk og fara á skíði...
En heimilishaldið er annars stórfurðulegt hér í tómri íbúðinni, erum þó með eldhúsborðið og stólana og Auður ólétta og Eyvi sem flytja hingað í apríl lánuðu okkur rúmið sem þau koma til með að sofa í. Pabbi lánaði okkur diska og glös og mamma potta og sængur. Eina hljóðfærið á heimilinu er tónkvíslin mín! Stofan galtóm og nóg pláss til að tjútta, verst að græjurnar eru farnar!
Ágúst þarf nú ekki að þrauka lengi í tómarúminu því hann fer alfarinn á þriðjudaginn e. viku, en ég sé til hvað ég endist lengi í tómu kotinu áður en ég flyt inn á hótel mömmu. Mér finnst þetta allt stórfurðulegt því ég hef eiginlega aldrei flutt áður! Bjó bara í Fögrubrekkunni hjá p&m þangað til ég mjakaði mér smátt og smátt yfir til Ágústar, varla hægt að telja það flutning því það gerðist svo rólega
Nú og svo ef það er einhver "out there" sem finnst hann alveg hafa misst af flutningsfjörinu og langar geðveikt að vera með, þá kemur að því að ég þarf að moka restinni út úr íbúðinni (dót í geymslunni og "brúksdótið" mitt) og svo þrífa hana og skila af mér, jíhaa!!!! Þá eru allir velkomnir (nema kannski Dagbjört af því að hún er búin að vera svo brjáááálæðislega dugleg að ég dey ábyggilega úr samviskubiti ef hún gerir eitt gagn til viðbótar )
En nú er ég samt hætt að hugsa um flutninga í bili og ætla bara að einbeita mér að því að spila skikkanlega í fermingum og páskamessum etc. framundan, syngja fallega með schola cantorum á tónleikum og svo bara vera ólétt og afslöppuð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 08:52
Ég er ekki ofurkonan
Skrambi svekkjandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 18:03
Skilnaðarsýningin "Nei"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 08:44
Uuu.. eru þeir að grínast?
Af mbl.is:
"Hjá netversluninni nammi.is hafa menn þróað aðferðina við að pakka inn páskaeggjum þannig að þau komist óbrotin til viðskiptavina erlendis"
Já og hvað haldiði, þeir pakka þeim í búbbluplast og dagblöð og oní kassa, þeir hefðu kannski bara átt að mæta á námskeið á Sjafnargötunni, "þróa aðferð" minn fagri afturendi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 19:47
Hver þarf sjónvarp?!?!?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)