Ágúst Ísleifur leikur sér með bangsana sína

Dótakassinn 2.des 035Hann hefur reyndar ekki undan því þeir eru svo margir.  Takið sérstaklega eftir Bangsímon í tvíriti, báðir frá sömu ömmunni LoL. Já og ef út í það er farið á hann alveg helling af dóti litla stýrið og púha jólin nálgast, foreldrarnir fá létt kvíðakast... Ætli þyki nokkuð agalega dónalegt að reyna að stýra hugsanlegum gjafakaupum að einhverju leyti fráááá böngsunum og dótaríi í miklu magni og meira í áttina að bókum, geisladiskum, fötum og slíku praktísku (nema þið viljið bara styrkja orgelkaupasjóð foreldranna Tounge það mun að endingu koma Ágústi Ísleifi til góða).  Og að sjálfsögðu hefur barnið sama smekk og foreldrarnir, fílar allt þetta gamla góða, Kardimommubæinn og Dýrin í Hálsaskógi og Svanhildi og Pétur og Úlfinn og Olgu Guðrúnu og Mararþaraborg og já alla orgeltónlist.  Og uppbyggilegar barnabækur.  Jeminn hvað Ágúst Ísleifur á tilætlunarsama foreldra.

Annars er litli guttinn búinn að vera þrælkvefaður greyið og sérstaklega óhress á nóttunni, þá verða foreldrarnir sérstaklega óhressir á morgnana.

En mitt í öllu svefnleysinu og snýtingunum afrekaði ég að skila inn umsókn í Tónlistarháskólann í Árósum, aðeins óljóst hvað ég er að sækja um en eg tek allavegana inntökupróf í janúar og þarf að spýta í lófana og æfa mig fyrir það.

Svo ætlum við í julefrokost til Köben næstu helgi, Erla Elín er að fara í hitting þar og bauð okkur far, gistum hjá Sigrúnu, kíkjum á tónleika (og í H&M) og málum bæinn rauðan!  Eins gott að sjáist ekki glitta í íslensku kreditkortin í veskjunum...

Minni svo á að það styttist í mig og snúlla, við komum til Íslands 13. des (Ágúst eldri 21.) og förum aftur 29. des, tökum tengdapabba með og hann verður hjá okkur yfir áramótin ásamt Hallveigu sem er orðin þaulvön lestinni milli Belgíu og Horsens.  Hlakka til að hitta sem flesta! Grin


Geislavirk snuð, rafmagnsflugnaspaðar, ofurkíttispaðar, salatþeytivindur

Já allt er nú til.  Sumt býsna nauðsynlegt þó furðulegt sé. 

Nýjasta þarfaþingið á heimilinu er sjálflýsandi snuð sem er auðvelt að finna í myrkri, hefur þá skemmtilegu aukaverkun að gera barnið frekar draugalegt. 

Rafmagnsflugnaspaðinn er mjög mikilvægt heimilistæki, grillar allt frá mýflugum upp í risakóngulær með hvelli, blossa og reykjarlykt (eins og af brenndu hári). 

Ofurkíttispaðinn er risakökuspaði frá Elínu, notaður til að vippa köku t.d. yfir á fat.  Olli miklum heilabrotum þegar hann kom úr einum jólapakkanum í fyrra, reyndar merktur frá Elínu til Hauks en var samt til mín, en það er allt önnur saga, Haukur klóraði sér bara í kollinum.

Salatþeytivinda er það eina sem er ekki til á heimilinu, hugsa sér, eins og hún er nú nauðsynleg í hverju eldhúsi.


Furðulegt

Ok ekki spyrja mig af hverju ég veit allt um fæðingarorlof í Lúxemborg, en allavegana komst ég að því (fyrir tilviljun) að:

A: 8 vikur teknar fyrir fæðingu, þú mátt reyndar vinna ef þú skilar inn læknisvottorði um að þú sért hæf til þess (þveröfugt við Ísland).

B: 8 vikur eftir fæðingu skylda (mátt ekki vinna), 12 vikur ef þú ert með barnið á brjósti!

Gott og vel að hygla brjóstagjöfinni á þennan hátt, hún er vissulega ákaflega tíma- og orkufrek, en hvað með allar mömmurnar sem t.d. eru allar af vilja gerðar að hafa barnið á brjósti en það bara gengur ekki af einhverjum ástæðum, þurfa þær mæður og barn ekki á viku 8-12 að halda?


Skammt stórra högga á milli, þ.e. stórafmælanna

Litli njóli 5 mánaða í dag og kátur með það.  Orðinn svo fullorðinn að hann kann ýmislegt fyrir sér, t.d. að sitja í bala

Lok nóv 019

Og naga á sér tærnar.  Uppgötvaði hægri fót í síðustu viku, við bíðum spennt eftir að vinstri detti inn. (Ég geri mér grein fyrir því að þetta er vissulega vinstri fótur á myndinni, ætti ég að viðurkenna að hún sé pínulítið uppstillt því fótanagið kemur ekki eftir pöntun þegar myndavélin er dregin fram.)

Lok nóv 028

Annars eru menn frekar lúnir á þessu heimili, svefninn fer þó eitthvað skánandi sem betur fer.  Ágúst smitaðist loksins af magapestinni þrautseigu og var frekar daufur um helgina, og nú er hann farinn til Kaupmannahafnar á námskeið svo ég er grasekkja út vikuna Errm.

Ég rétt svo gat dröslast á lappir í morgun eftir svona la-la nótt og farið í mömmuleikfimi kl. 10, sá samt næstum því eftir því, steig í 60% tilfella í vitlausa átt í pallaleikfiminni og missti allt sjálfstraust Tounge.

En talandi um þroska barnsins, þá hef ég hlerað í hornum að það þyki alveg agalegt hvað er mikil pressa á grey drengnum að vera settur í tónlistarskóla 4 mánaða, jesúsguðalmáttugur á þetta barn ekki að eiga neina æsku og fá að njóta þess að vera smábarn.  Ég jesúsa mig bara í staðinn yfir litlu aumingjans börnunum sem eru skikkuð í ungbarnasund rétt sloppin út úr móðurkviði og á náttúrulega ekkert fyrir þeim að liggja nema sundæfingar það sem eftir er og eintóm vonbrigði foreldranna ef þau setja ekki hvert íslandsmetið á fætur öðru.  Já svona er lífið.

Hér er Ágúst Ísleifur einmitt í tónlistarskólanum, fylgist með pabba sínum mastera hristieggið.  Þetta var ca. 5 mínútum áður en hann steinsofnaði af því að hann hafði ekki sofið almennilegan hádegislúr.  Meiri slugsinn að sofna í skólanum...

Lok nóv 025


Svefnleysi í Lindeparken

Ágúst Ísleifur ákvað að skipta nætursvefninum út fyrir org og gól.  Foreldrarnir óhressir.  Komnar þrjár nætur í röð og sífellt myglaðri andlit sem mæta okkur í glansandi IKEA-speglunum inni á baði á morgnana.  Væri kannski í lagi ef stráksi væri ekki líka hættur að sofa almennilega á daginn hrmpff Shocking .

Labbakútur 20 vikna

 

 IMG_1361

En hvernig er það, spretta eyrun hraðar en rest??


Komin heim

Kalt. Enginn ælir.

Þæga barnið...

...hefur ekki sagt orð í allan dag.  Liggur núna og lúrir, sofnaði bara með dótið sitt.  Hef heyrt að það séu til svona börn sem dunda sér sjálf, sofna sjálf og kvarta aldrei, en grunaði ekki að Ágúst Ísleifur yrði eitt af þeim.  Greinilega enn þá slappur.  Þetta er dálítið eins og sæludagur Ágústar eiginmanns míns daginn eftir brúðkaupið.  Ég var orðin slæm í hálsinum fyrir brúðkaupið, kláraði röddina á brúðkaupsdaginn og kom ekki upp orði daginn eftir.  Ágúst naut þagnarinnar og rólegheitanna út í ystu æsar og sagði með eftirvæntingu "verður þetta alltaf svona?".  En neiii... honum varð víst ekki að ósk sinni Tounge

Annars er Ágúst Ísleifur allur að hressast, meltingin komin í nógu góðan gír til þess að hann er búinn að gera bæði nr. 1 og 2 í rúmið (nr. 2 m.a.s. 2x) vegna ofurtrúar móðurinnar á að það kæmi ekki neitt út um þann endann og fínt að nota tækifærið og viðra bossann.  Þeinkgod fyrir að hann lá á undirbreiðslu.  Ég vil engar spurningar um af hverju honum hafi tekist að kúka tvisvar í rúmið með skömmu millibili að móður sinni áhorfandi.  ("Ágúst Ísleifur, af hverju ertu með kúk á tánum? Ágúst Ísleifur, af hverju er MAMMA ÞÍN með kúk á tánum?" Blush)


Framhaldspúff

10 mínútum eftir síðustu færslu byrjaði stúfur að kasta upp og baukaði við það hálfa nóttina.  Það skýrir líklega af hverju hann var svona grunsamlega rólegt (eðlilegt?) barn í gærkvöldi.  Orðinn kátur aftur núna en frekar lufslulegur.  Vona bara að við höfum ekki smitað neinn í gær Blush

Allt annað, skuldaráðgátan í Langholtinu ekki enn ráðin, sendi Möggu og Sigurbirni sem voru skráð fyrir bréfinu póst, fékk svar frá Möggu um að hún væri nú ekki með yfirlitin við hendina en ætlaði að finna út úr þessu.  Og fussum svei og fussum svei.  Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að borga með mér í Langholtinu.  Over min døde krop.


Púff

Heilmikil vinna að breiða út fagnaðarerindið og sýna öllum hvað Ágúst Ísleifur er mikil dásemd.  Hámark knússins í dag var þegar við heimsóttum Kötu frænku og öll fjögur hennar börn krúttuðust í Ágústi Ísleifi í einu.  Gleymdi minni myndavél en mun innheimta myndir hjá Kötu!

Hér er Auður Agla með tvo í takinu, vinirnir Úlfar Jökull og Ágúst Ísleifur flottir með smekki í stíl.

IMG_1318[1]

Annars vona ég að uppeldið bíði ekki hnekki af óreglunni undanfarið, bæði á mér og honum, sei nó mor.  Ætti til dæmis ekki að segja frá því að núna sofi hann í bílstólnum í forstofunni upp úr 11 og mamman nenni ekki í háttinn...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband