14.5.2007 | 12:28
Besti gönguleiðsagnarbekkur í heimi!
(Þó hann sé hægfara)
Vaaaááá hvað bekkurinn minn er skemmtilegur! Það hefði alveg mátt vera skítaveður allan tímann og ferðin samt verið frábær. Veðriðr var sosum ekkert til að hrópa húrra fyrir en við sólbrunnum samt öll og enginn fraus. Ágætis skyggni og flott landsvæði. Menn tóku líka upp á ýmsu öðru sér til skemmtunar en að ganga, t.d. glíma, skylmingar (með göngustöfum), salsa (mjaðmahnykkirnir ótrúlega góðir eftir göngu með þungan poka), línudans, jóga, teygjur, söngur, fyllerí, tröllasögur og draugasögur, Íslendingasögur, lygasögur og meira og meira. Allir höfðu eitthvað fram að færa og ótrúlegt hvaða vitneskja leynist í kollunum á sumum. Ég var náttúrulega óþolandi allan tímann og var spurð á síðasta degi "hefurðu verið greind ofvirk?".
Nokkrar myndir:
Rennum okkur á rassinum niður sinubrekku efst í Grímsdal undir Vikrafelli
Í tjaldstað við Langavatn, Arna reynir að kveikja í öllu lauslegu
Í Gvendarskarði milli Hafravatnsdals (vestur af Langavatnsdal) og Þórarinsdals (austur af Hítardal), aldursforsetinn og brúðuleikkonan Hallveig er ábyggilega að segja skemmtilega sögu.
Jóga-teygjuæfingar í skála við Hítarvatn undir öruggri stjórn Hörpu og Hallveigar (sem báðar stunda Kundalini-jóga, hvað sem það nú er)
En nú ætla ég að halda áfram að læra undir enskupróf, ætla að næla mér í réttindi til að segja "this way, please" fyrir peninga. Úr því að ég náði þýskuprófinu þá ætti ég að fljúga í gegnum enskuprófið... (búin að læra að landvættir er landvætts á ensku, reyndar skrifað landwights)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 23:16
Lokaferð Leiðsöguskólans og verkefni handa ykkur
Nú er komið að lokahnykknum í gönguleiðsögninni, 5 daga gönguferð um Vesturland:
Fer í fyrramálið og kem aftur á sunnudagskvöld. Verið að tékka hvort við höfum lært eitthvað í vetur.
En á meðan er komið að æsispennandi verkefni fyrir ykkur dyggu lesendur! Þið eigið að gjöra svo vel að kvitta fyrir ykkur og viðurkenna hver þið eruð. Þið megið ráða hvort þið kommenterið við þessa færslu eða í gestabókina neðst á síðunni. Það er nokkuð frjálst hvað þið skrifið en hér eru nokkrar tillögur svona til að koma ykkur af stað:
"Hæ ég heiti XX og les alltaf bloggið þitt af því að ég veit að þú verður svo reið ef þú kemst að því að ég geri það ekki"
"Sæl Lára, ég heiti XX og þekki þig nú ekki neitt en les alltaf bloggið þitt og þú hefur smátt og smátt orðið fyrirmynd mín í lífinu"
"Lára mín, ég les nú bara bloggið þitt af því að ég er mamma þín"
"Þetta er XX, ég vildi að ég gæti sloppið við að lesa bloggið þitt en það er bara einhver vírus í tölvunni sem gerir það að verkum að bloggsíðan þín poppar upp hjá mér á hverjum degi, helv.. vesen"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2007 | 22:58
48:15
Héðan í frá megið þið kalla mig "Lára 48:15", var að setja nýtt og glæsilegt met á Esjuna! Bætti reyndar gamla metið um korter og hélt að ég hefði bara verið ágætlega spræk þá, það var fyrir 5 árum og löngu áður en ég fór að æfa hjólreiðar eins og geðsjúklingur í klukkutíma á dag. Haukur kom með undir því yfirskini að hann ætlaði nú ekki að setja neitt met heldur bara fylgja mér (í rólegheitum sem sagt). Annað kom á daginn, hann skrölti á eftir mér í spreng allan tímann þar til ég hristi hann af mér í klettunum mwahahahaha og hann bætti óviljandi sitt eigið met um 4 mínútur bara af því að hanga í mér og endaði í 48:30. Ég best!!! (og óþolandi litlasystir). Og kom sjálfri mér verulega á óvart, vissi að ég væri góð en að ég væri svona góð...
Nánari upplýsingar: 14:10 að vörðunni þar sem maður beygir annaðhvort til hægri yfir brúna eða til vinstri í skriðurnar (fórum til vinstri), 37:45 að Steini fyrir neðan klettabeltið. Meðalpúls 182. Gleymdi göngustöfunum, veit ekki hvort það kom að sök en ætla að hafa þá með næst.
Bannað að kommentera með athugasemdum eins og "Iss ég fór þetta nú á xxx (styttri tími en ég)" Hins vegar má gjarnan segja "vá hvað þú ert góð, ég vildi að ég væri eins dugleg og þú".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.5.2007 | 20:14
Kjósið rétt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2007 | 22:02
Sigur í höfn!!!
Fyrsta hjólakeppnin mín búin, 12 km sprettur upp Bláfjallaafleggjarann og hver haldiði að hafi rústað kvennaflokknum?!?!?! Með 2 mínútna forskot á næsta (kven)mann (og þess má til gamans geta að mig vantaði ekki nema ca. 3 mínútur upp á að hafa Hauk stórabróður undir líka mwahahaha tek hann næst). 17. sæti af 21 í heildarkeppninni. Medalíurnar gleymdust reyndar heima en ég fæ gullið mitt á morgun :)
Úrslitin: http://www.hjolamenn.is//2007-05-03%20blafjoll.mht
Hér er verið að rannsaka úrslitin, allt mjög tæknivætt
P.S. þýðir lítið að ná í mig í gemsa (til að hella yfir mig hamingjuóskum), búin að kæra þjófnað og láta lögguna fá e-ð framleiðslunúmer svo vodafone geti rakið hvar síminn er ef það er kveikt á honum, kannski þeir finni hann svo undir sófa heima hjá mér...
Bloggar | Breytt 4.5.2007 kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 11:01
Hver stal símanum mínum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2007 | 14:58
Halló! Halló! Ég er að hjóla! Ég er að hjóla!
Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið (jú reyndar stíf SA-átt) þegar gaur fyrir aftan mig á hjólaæfingu fór að tilkynna hátt og snjallt að hann væri að hjóla. Ég var líka að hjóla. Margir fleiri voru að hjóla og jú vissulega var hann að hjóla en við vissum það alveg. Jújú við nálguðumst gangandi vegfarendur en þeir sáu okkur vel (og mig á undan) og vissu alveg að hann væri að hjóla og við öll værum að hjóla.
Boðskapurinn í sögunni: Það er svolítið þangað til ég venst því að hjólandi menn séu með bluetooth handfrjálsan búnað í eyranu og svari í símann upp úr þurru.
En annað merkilegt, við vorum í mat hjá tengdamömmu ásamt vinkonu hennar og dóttur vinkonunnar (7-8 ára). Mér og dótturinni finnst hvor önnur mjög skemmtileg og hún gerði sér lítið fyrir og teiknaði handa mér flotta mynd með gullfiskum og kerti og á henni stóð "Til Láru frá Karitas". Þetta er barasta í fyrsta skipti sem einhver teiknar handa mér mynd og ég var náttúrulega himinlifandi og smellti henni beint upp á ísskáp :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 13:32
Fjör í Markarfljóti og fyrsta gaffalstungan
"Þverun straumvatna" var á dagskrá í skólanum á laugardaginn. Ég hef reyndar hingað til kallað þetta bara að vaða ár, en ætli ég verði ekki bara að þvera straumvötn héðan í frá. Við fórum og djöfluðumst í Markarfljóti heilan dag og skemmtum okkur hið besta!
Hér eru rassarnir okkar í þurrbúningsbuxunum
Fyrst vorum við bara að dúlla okkur yfir meinlausar kvíslar en færðum okkur svo upp á skaftið. Við áttum nefnilega bæði að komast að því hvað við gætum
En svo fór ég líka austur í Fljótshlíð á sunnudaginn með Ágústi og tengdapabba og við mældum fyrir skúrnum góða sem á að byggja í sumar
og ég tók "fyrstu gaffalstunguna" að kálgarði. Hann er reyndar frekar skondinn, u.þ.b. 80 cm í þvermál og inniheldur ca. 20 radísur og 10 kartöflur. En mjór er mikils vísir...
Bloggar | Breytt 4.5.2007 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2007 | 10:37
Mér eru allir vegir færir
Úr árbók Ferðafélagsins 1962 um Arnarvatnsheiði og nágrenni:
"Það er 20 mínútna skikkanlegur gangur upp skriðuna að Eiríksgnípu og hægt að ganga allt í kringum hana, jafnvel fyrir kvenfólk."
Það er hins vegar spurning hvernig mér gengur með Surtshelli:
"Þar er erfitt að komast niður, en þó fært liprum karlmönnum."
En ég get þó allavegana þvælst um heiðarnar mér til heilsubótar:
"Ef til vill má telja til nytja af heiðunum, að þar una menn vel, og þangað er gott að fara í fríum, og hygg ég, að það sé gott við taugaveiklun og kaupstaðaþreytu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)