Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Páskaferđasaga

Svakalegri páskaferđ er lokiđ, 11 lestir, 1 flug, óteljandi strćtóar og sporvagnar, 2 börn og 2 foreldrar.

Páskaferđin kort

Viđ lögđum af stađ um kvöldmatarleytiđ 19. apríl til Elínar&co í Muggensturm. Strćtó út á brautarstöđ og lest til Kolding. Ţar biđum viđ í 50 mínútur eftir nćturlestinni til Karlsruhe. Ţađ vildi svo skemmtilega til ađ ţađ var nýbúiđ ađ rífa niđur klósettin á brautarstöđinni svo Ágúst Ísleifur gekk um međ vćna klessu á bossanum ţar til viđ komumst í lestina, ţađ átti eftir ađ koma sér illa síđar.

Nćturlestin hét ţví fína nafni City Night Line en var ekkert mjög fín, skv. óáreiđanlegum heimildum eyddi hún ćskuárunum í Rússlandi einhvern tímann á síđustu öld og lúxusinn eftir ţví. Viđ vorum međ sér-svefnklefa fyrir fjörugu fjölskylduna ţar sem var bođiđ upp á kojur á 3 hćđum međ svefnplássi fyrir 6 fullorđna. Ţađ tók dágóđan tíma ađ ná börnunum niđur og ađ ná brúklegri svefnstellingu á ansi hörđum svefnbekk (ég međ Heklu klessta upp viđ mig) en ţađ endađi međ ţví ađ sólin reis í austri og ţá var aldeilis gott ađ hafragrauturinn hans Ágústar Ísleifs var međ í för.

Elín var síđan mćtt á brautarstöđina á nýja ofur-fjölskyldubílnum ađ sćkja okkur og heima í Muggensturm biđu amma Sigga og Nanna spenntar. Elín og Hekla voru ađ hittast í fyrsta sinn og voru báđar sáttar. Hekla og Nanna voru líka ađ hittast í fyrsta sinn og urđu strax góđar vinkonur.

Páskar 11 hjá Elínu 001 (Large)

Viđ drifum okkur fljótlega í vettvangsferđ ađ skođa gröfurnar hans Adrians. Ágúst Ísleifur var reyndar ekkert mjög kátur í ţeirri ferđ enda sveiđ hann vođalega í bossann. Hann varđ heldur aumur í neđra eftir biđina á brautarstöđinni í Kolding en ofan í ţađ fékk hann í magann og var sífellt gerandi í bleiuna fyrsta daginn í Muggensturm og fór ađ háskćla í hvert sinn af ţví hvađ hann sveiđ mikiđ.

Páskar 11 hjá Elínu 008 (Large)

Ágúst Ísleifur var alls ekki sá eini sem fékk í magann ţví pabbi hans varđ fljótlega eitthvađ undarlegur, Vala fékk 1/2 sólarhrings gubbupest og síđan steinlá ég í tvo daga međ hressilega steinsmugu og hita. Ţetta gerist í hvert einasta skipti sem ég heimsćki Elínu, ţá liggja 2-3 međ magapest.

En hvađ sem ţví líđur ţá var líf og fjör međ 5 börn á aldrinum 0-5 ára á heimilinu. Ég lagđi mikiđ á mig til ađ ná mynd af frćndsystkinunum saman og eftir 135 tökur var ţetta niđurstađan:

Páskar 11 hjá Elínu 099 burt međ puttana (Large)

Ţađ er veriđ ađ kanna hitastigiđ í heita pottinum og busla svolítiđ. Ágúst Ísleifur tćplega 3 ára, Vala rúmlega 3 ára, Nanna 1 1/2 árs, Selma 5 1/2 árs og Hekla 1/2 árs. Aldeilis fríđur flokkur.

Ţađ náđust nú fleiri myndir af ţeim saman, en ákaflega misgóđar.

Páskar 11 hjá Elínu 064 (Large)

Nú viđ héngum ekki bara heima ađ taka myndir heldur fórum líka í dýra/leiktćkjagarđinn í Muggensturm. Selma hjólađi á hjólinu sínu og Ágúst Ísleifur fékk lánađ jafnvćgishjóliđ hennar Völu (ţađ var áđur en Vala áttađi sig á ţví ađ Ágústi Ísleifi fyndist vođa gaman ađ hjóla á hjólinu HENNAR og ţađ vćri betra ađ hún héldi ţví bara fyrir sjálfa sig og bannađi honum ađ fá ţađ lánađ).

Páskar2 11 hjá Elínu 008 (Large)

Selma og Hekla spjölluđu mikiđ saman:

Páskar2 11 hjá Elínu 025 (Large)

Og Amma Sigga fékk líka ađ vera međ:

Páskar2 11 hjá Elínu 069 (Large)

Síđan rann páskadagur upp skýr og fagur. Ţađ var ekki lögđ mikil áhersla á upprisu Krists heldur var meiri spenna yfir ţví hvađ páskahérinn hefđi veriđ ađ bardúsa um nóttina. Í Ţýskalandi býr nefnilega mjög rausnarlegur páskahéri sem felur páskaegg og gjafir handa ţćgum börnum. Allir krakkarnir tóku ţátt í leitinni (međ mismikilli ađstođ) og allir fengu eitthvađ fallegt.

Páskar2 11 hjá Elínu 086 (Large)     Páskar2 11 hjá Elínu 088 (Large)

Páskar2 11 hjá Elínu 096 (Large)

Til dćmis fékk Vala nýtt rúm

Páskar2 11 hjá Elínu 102 (Large)

Selma fékk nýtt hjól

Páskar2 11 hjá Elínu 130 (Large)

Nanna og Elín fengu hjálma

Páskar2 11 hjá Elínu 132 (Large)

Hekla fékk sólhatt og sólgleraugu

Páskar2 11 hjá Elínu 123 (Large)

og Ágúst Ísleifur fékk ósköpin öll af bílum sem ţví miđur týndust, hann hefur sennilega sett ţá á "góđan" stađ.

Öllum ađ óvörum var Haukur mćttur í páskastuđiđ, síđast hafđi sést til hans í Horsens nokkrum dögum fyrr, en hann gerđi sér lítiđ fyrir og hjólađi ţađan til Elínar. Í ţessum töluđum orđum er hann ađ gera sér enn minna fyrir og hjóla til Santiago de Compostela á Spáni, en ţađ er önnur saga.

En til ađ gera allt of langa sögu ađeins styttri ţá yfirgáfum viđ Elínu 26. apríl og tókum lest til Belgíu. Eftir 3 lestir vorum viđ komin á brautarstöđina í Gent og ţar tók Hallveig systir Ágústar á móti okkur. Hún varđ vođa glöđ ađ sjá okkur en leist samt ekki á blikuna ţegar hún taldi komumenn. Ágúst Ingi - tjékk. Lára Bryndís - tjékk. Ágúst Ísleifur - tjékk. En hvar var Hekla, gleymdist hún? Sem betur fer sat hún bara í aftursćtinu á systkinakerrunni góđu (sem Hallveig hafđi aldrei séđ) svo allir gátu andađ léttar. Viđ tróđum okkur svo inn í pínulitlu íbúđina sem Hallveig deilir međ kisunum sínum tveimur. Köttunum leist reyndar ekki á blikuna og sá feimnari lét ekki sjá sig fyrr en á ţriđja degi. Hallveig sem var vođa glöđ ađ sjá okkur var kannski ađeins minna glöđ ţegar Hekla öskrađi alla fyrstu nóttina (ţetta er stúdíóíbúđ) og var orđin hundveik greyiđ. Hún var send til lćknis um morguninn og reyndist vera komin međ bullandi eyrnabólgu og fékk sýklalyf og verkjalyf. Eftir ţessa byrjunarörđugleika gekk Gent-dvölin prýđilega; viđ skođuđum bćinn, fórum í udflugt til Oostende og Brugge, drukkum heilmikiđ af belgískum bjór og tróđum okkur út af súkkulađi og frönskum kartöflum međ mćjó.

Páskar 11 Gent 004 (Large)

Síđasti leggurinn var síđan lest til Brussel 1. maí, flug til Kaupmannahafnar og lest til Horsens.

Ţađ er ekkert grín ađ vera lítill gutti á svona ferđalagi, sífellt nýjar ađstćđur, nýtt fólk, má ekki ţetta og má ekki hitt, en Ágúst Ísleifur stóđ sig ótrúlega vel. Honum var reyndar eiginlega öllum lokiđ ţegar viđ komum til Hallveigar eftir 6 tíma ferđalag í stađinn fyrir ađ koma HEIM, en tók gleđi sína fljótt aftur. Ţađ voru nú allir fegnir ţegar viđ loksins komum heim, og Ágúst Ísleifur sjálfur ábyggilega ósköp feginn ađ komast til dagmömmunnar á mánudagsmorgun, loksins allt eins og ţađ átti ađ vera!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband