Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Myndbönd af guttanum

Hér skemmta feðgarnir sér í matartímanum (og orgeltónlist Messiaen hljómar undir):

Hér sest Ágúst Ísleifur með tilþrifum á kælikistulok í sumarbústaðaferð með mömmunni og tveimur ömmum. Og ekki eru tilþrifin minni þegar hann hoppar af lokinu.


Afmælisgjöfin maður minn...

Það átti eftir að dokúmentera afmælisgjöfina. Fyrsta tvíhjólið komið í hendur Ágústar Ísleifs:

2jún 10 023 (Large)

Best að bregða sér á bak (reyndar er það þannig að þó þetta sé alminnsta gerð af svokölluðum jafnvægishjólum/balancecykel/løbecykel og ætluð frá tveggja ára aldri þá sjáum við nú ekki fram á að garpurinn ráði almennilega við gripinn fyrr en í haust):

2jún 10 024 (Large)

Tékka á mekaníkinni:

2jún 10 026 (Large)

Svo fékk drengurinn líka heila sundlaug, reyndar í minni kantinum:

2jún 10 004 (Large)


Girðingarmont eins og til stóð

Það er búið að standa til lengi að setja upp girðingarstubb til að loka garðinum alveg þannig að Krúttleifur geti ekki stungið af óforvarindis. Ég lufsaðist loksins til þess þegar skólinn var búinn í vor, taldi ólíklegt að ég yrði manneskja í girðingarvinnu þegar ég kem aftur í ágúst, og einmitt í haust ætla ég EKKI að hlaupa mikið á eftir drengnum Whistling 

2jún 10 010 (Large)

Ágúst fékk reyndar að saga stólpana og reka þá niður en annars sá húsmóðirin um þetta (þó ég hafi aðallega verið í pásu til að vera ekki með endalausa samdrætti).

2jún 10 013 (Large)

Og svona lítur girðingin út

2jún 10 014 (Large)

Og pabbi hleypir snúlla út.

2jún 10 032 (Large)

Þó að girðingin sé mannhæðarhá í tilfelli Ágústar Ísleifs þá var nágranninn ekkert sérlega imponeraður þegar hann kom að skoða, sagði að girðingarnar á vinnustaðnum hans væru miklu hærri (hann er fangavörður).


Ferðasagan

Það stóð óvenjutæpt með að við kæmumst alla leið til Íslands. Það gekk prýðilega að komast af stað í lestinni, við fengum aðstoð við að komast út á brautarstöð (Ágúst var í vinnunni) og allt gekk vel þar til eftir stopp nr. 2 (Fredericia). Lestin stoppaði upp úr þurru úti í móa, það leið og beið og að lokum snerum við við og bökkuðum aftur til Fredericia, biðum agalega lengi þar og fórum síðan einhverja krókaleið til Odense því það var risatré sem hafði fallið á teinana. Það hentaði okkur mægðinum ekki neitt sérlega vel að seinka mikið því við þurftum að ná flugi og konan með börnin tvö sem sat fyrir aftan okkur líka, endaði með því að við 5 vorum sett upp í taxa á Høje Taastrup (næsta stöð á undan Hovedbane í Köben) sem brunaði beint á Kastrup, þar var systir hinnar konunnar mætt út á völl til að sannfæra starfsfólkið í tékkinninu um að leyfa okkur að tékka inn þó við kæmum of seint, við værum andskotinn hafi það á leiðinni, það rétt slapp og síðan brunuðum við gegnum flugstöðina og upp í vél. Púff. Og Ágúst Ísleifur svaf bara korter í vélinni og var svaaakalega sprækur allan tímann þannig að í heild var ferðalagið aðeins erfiðara en til stóð fyrir agalega óléttu mömmuna sem getur ekki neitt. Það var gott að komast í bælið undir miðnætti á laugardagskvöldið og síðan tók ég það frekar rólega á sunnudeginum (fyrir utan það að spila í messu, fara á orgeltónleika og út að borða á Lækjarbrekku). Þessa dagana er ég síðan að undirbúa tónleika í Hallgrímskirkju á fimmtudaginn kl. 12 en eftir það fer að verða rólegra.


Íslandssumar

Jæja þá er loksins komið að því við mæðgin mætum til Íslands í sumarfrí, fljúgum frá Kastrup á morgun og ég hef verið að dunda við að pakka hægt og rólega í dag, mjöööög hægt og mjöööög rólega. Bumban er ekki upp á sitt besta þessa dagana, samdrættir og vesen (rétt eins og síðast), svo ég geri allt frekar rólega. Við fljúgum ekki fyrr en annað kvöld, tökum lestina kl. 16.56, Ágúst fer í vinnuna um eittleytið en vinur Ágústar Ísleifs ætlar að hjálpa okkur með farangurinn út á lestarstöðina (eða kannski mamma hans eða pabbi). Síðan ætlar Ágúst Ísleifur að sitja sallarólegur í lestinni (3 tíma) og flugvélinni (aðra 3 tíma) og horfa á teiknimynd í tölvunni og lesa bók.

Við verðum í Barmahlíðinni a.m.k. til að byrja í með, kemur í ljós hvort við flýjum þegar Elín&co koma eftir 3 vikur. Allir velkomnir alla daga í heimsókn (=passa barnið og þjóna mér).

Sjáumst!! W00t


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband