Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Já sćll...

Hvađasta hvađa ţađ hefur náttúrulega ekkert gerst á heimilinu síđasta mánuđinn. Eđa ţannig. Smotterí eins og ađ flytja tímabundiđ til Íslands (3 mánuđir hlýtur ađ teljast flutningur), eins árs afmćli frumburđarins, 4 gull í hjólakeppnum og fleira og fleira. En ađallega allt of mikiđ ađ gera í vinnunni, já ég er ađ vinna, ekki eins og venjuleg manneskja samt heldur í tölvunni heima hjá mér. Og ekkert meiri tími nú en endranćr, er ađ fara ađ spćna norđur á morgun, Glerárdalshringinn á laugardaginn (fram á sunnudag) og aftur suđur á sunnudag púff. 24 tindar á 24 tímum, og ég sem hef ekki gengiđ á fjöll síđan Ágúst Ísleifur var bara nokkrir sentimetrar í maganum á mér. Jú skutlađi okkur mćđginum upp á Esjuna í gćr, ţađ er víst stćrsta afrekiđ á göngusviđinu undanfariđ. En ćtla ađ bćta úr ţví á laugardaginn. Hef hins vegar stađiđ mig betur í hjólamálum, Bláalónsţrautin, Heiđmerkuráskorun og Guđmundarlundur á fjallahjóli og Hvalfjarđarkeppni á götuhjóli, gull í öllu takk fyrir. Og hvar eru myndirnar af barninu? Svar: Í myndavélinni. Svo er líka hćgt ađ heimsćkja barniđ til ađ sjá ţađ, eđa enn betra, passa barniđ... W00t. Og til ađ svara nokkrum klassískum spurningum: Já hann skríđur enn á maganum, nei hann kann ekki ađ labba, já hann kann ađ vinka bless, nei hann kann ekki svona stór, nei hann kann ekki ađ setjast upp, já hann kann ađ segja datt, já hann er mesta ćđi í heimi. Yfir og út.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband