Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Uppeldisstöđin

Frábćrt starf sem skilar frábćrum árangri á mörgum sviđum, hvađ ćtli séu núna margir starfandi tónlistarmenn eđa í framhaldsnámi sem hafa veriđ í Gradualekórnum? Og meirihlutanum af vinum mínum kynntist ég í kórunum í Langholti og gćti hreinlega ekki ímyndađ mér hvernig hlutirnir vćru ef ég hefđi ekki dottiđ inn í kór ţar fyrir bráđum 20 árum almáttugur...

Til hamingju Jónsi og allir! Leiđinlegt ađ hafa ekki veriđ međ í ţetta skiptiđ.


mbl.is Gullverđlaun til Gradualekórsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslandsför

Íslandsför okkar mćđgina nálgast óđfluga, komum annađ kvöld! Fréttaleysiđ hefur veriđ ţvílíkt síđasta mánuđinn ađ Ágúst Ísleifur dauđskammast sín fyrir ađ hafa ekki sett inn neinar myndir. En ćtlar ađ bćta ţađ upp međ ţví ađ koma sjálfur og sýna sig og sjá ađra. Í 3 mánuđi takk fyrir. Ágúst eldri kemur tvisvar, í fyrra skiptiđ 23. júní, rétt mátulega til ađ baka fyrir afmćli sonarins daginn eftir.

En ţađ er annars helst ađ frétt af heimilinu ađ Ágúst Ísleifur var rétt í ţessu ađ lćra ađ vinka eftir u.ţ.b. hálfs árs ţjálfunarferli. Hann er líka orđinn mjög öflugur í skriđinu og ţvćlist um allt hús og reynir ađ gera skammir af sér eins og smábarna er siđur, foreldrarnir ljóma ađ sjálfsögđu af stolti. Hann er hins vegar ekki búinn ađ lćra ađ klappa, "svona stór" eđa pí međ 20 aukastöfum.

Maí 009

En hann á rólu og er rosa kátur međ hana, og fékk skó í fyrradag og finnst ćđislegt ađ labba úti í garđi (međ taalsverđri hjálp). Nú og hann er ađ sjálfsögđu farinn ađ spila prýđilega á orgel og sést hér pósa íbygginn á svip eins og kollegar hans á myndum í tónleikaprógrömmum, augljóslega upprennandi snillingur.

Maí 033

En ţađ er best ađ pakka, búin ađ senda eina 20 kg tösku til Íslands međ nótum, barnafötum o.fl., mćti svo sjálf međ krútt, hjól, hjólavagn og eitthvađ smárćđi til viđbótar. Sjáumst!!


Ágúst Ísleifur á nýju skónum

skór

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband