Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
13.1.2009 | 19:36
Jólaannáll með myndum - 1. kapítuli
Ágúst Ísleifur fékk brunabíl frá ömmu sinni við komuna til landsins (13. des). Fyrir á hann ruslabíl frá Selmu frænku, hvort starfið ætli verði fyrir valinu?
Við hittumst nokkrar vinkonur og tókum jólalög fyrir ljósmæður á kvennadeildinni, Hildur, Harpa, Ragga, Halldóra og Auður. Úlfar Jökull (Auðarsonur) Eyfi (Auðarmaður) og Ágúst Ísleifur voru að hlusta, en reyndar endaði með því að Ágúst Ísleifur vildi syngja með svo ég smellti honum á brjóst í miðju lagi, ekki alveg hefðbundið í kórsöng kannski... Á eftir töltum við yfir á barnaspítalann þar sem Úlfar Jökull er viðloðandi því hann er í lyfjameðferð út af æxli í handleggnum, hann sýndi listir sínar, m.a. hvað hann er stóóóóór!!!
Það var haldinn fullskipaður matarklúbbur (Ég, Hildur, Halldóra, Ragga, Regína, Auður) í fyrsta skipti í svo langan tíma að okkur tókst ekki að reikna það út, 3 ár?? Ragga og Ágúst Ísleifur urðu bestu vinir.
Vala krúttastelpa átti afmæli og var mjög ánægð með súkkulaðikökuna sem Lára frænka bakaði
Ágúst Ísleifur fór í partý og hitti Eddu Sjöfn Heimis- og Sigrúnarkrútt, eina af fjölmörgum tilvonandi eiginkonum (hann er svo fjölþreifinn drengurinn)
Bjargey prjónaði sig bara gegnum partýið...
Ekki missa af næsta kapítula og jólahaldinu!
Bloggar | Breytt 14.1.2009 kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2009 | 21:30
Lífið komið í fastar skorður í Lindeparken?
Onei aldeilis ekki, allt snarbrjálað aldrei þessu vant, enda ekkert gaman öðruvísi!
Inntökuprófið góða var á föstudaginn, mér fannst ég kannski ekki alveg fara á kostum í allri spilamennsku en nældi mér samt í fullt hús takk fyrir og hallelúja, mont mont. Þeir eru alveg til í að fá mig í masterinn, en kannski verður hnoðað saman handa mér eins-árs-BA-uppfyllingarprógrammi og svo tveggja ára master þar á eftir, kommer i lys.
Og ég hélt svo að ég væri sloppin þegar föstudagsprófið með pössunargræjingu og stressi var búið, en neinei, á laugardagsmorgni hringdi tónlistarskólaskrifstofukonan í mig og taldi upp 4 próf sem ég átti eftir að taka, allur dagurinn í dag og eitt próf í fyrramálið þriðjudag. Það rann loksins upp fyrir mér að það væri pínu vesen að eiga barn (!), hvað geri ég við krúttið meðan ég tek 3 próf í Árósum frá 9.40-15.40? Eftir miklar pælingar og símtöl varð niðurstaðan að ég myndi bara lauma honum með mér í píanópróf og munnlegt tónheyrnarpróf, bruna svo til Horsens í lestinni, láta Hrafnhildi Horsensbúa sækja stráksa útá lestarstöð og ég mundi spæna með næstu lest til baka til Árósa, en sem betur fer tókst Ágústi að losa sig úr vinnunni svo þeir feðgar chilluðu bara heima (en Ágúst Ísleifur fær samt að heimsækja Hrafnhildi og Emilíu Glóð vinkonu sína í fyrramálið meðan ég tek hljómfræðipróf). Og við mæðgin höfum aldrei verið aðskilin svona lengi! 8-17, heill vinnudagur!
En þrátt fyrir yfirvofandi aukapróf hömuðumst við í húsinu um helgina aldrei þessu vant, GESTAHERBERGIÐ ER TILBÚIÐ!!!!! ALLIR AÐ KOMA OG PRÓFA!!!!! Semsagt það sem var einu sinni gluggalaus geymsla er núna dásamlega fínt herbergi, fataskáparnir okkar komnir upp þar (ekki pláss í svefnó nebla) og svefnsófinn á sínum stað, jibbíjei! Og svo málaði ég barnaherbergið, þá er öll svefnálman tilbúin með parketi og ferskri málningu (húsið er svo stórt að það eru álmur, rímember).
Og Ágúst Ísleifur er líka aldeilis búinn að hamast, það þyrfti nú að virkja orkuna í þessu barni einhvern veginn, hann er svo snarofvirkur hele tiden, aldrei kjurr, spriklar og hamast eins og hann fái borgað fyrir það enda líka stinnur og flottur strákur. Byrjaði að tala í dag takk fyrir, núna er það bara dadadadadadadada út í eitt (skilgreinist það ekki sem "tal"? Allavegana talsverð framför frá "aaaaaa..... vaaaaa......"). Og því má bæta við að hann er sérdeilis gáfaður etc. annað eins barn hefur ekki sést.
Svo er löngu kominn tími á smá jólaupprifjun, ég er loksins að moka 199 myndum af myndavélinni frá Íslandsförinni. En þar sem Ágúst Ísleifur er farinn að skæla inni í rúmi verður það að bíða betri tíma að skella myndum inn, yfir og út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2009 | 09:27
Já seiseijá og sveimérþá
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld etc. við vitum nú allt um það. Barnið sprettur hratt, tók 5 sentimetra á einum mánuði, geri aðrir betur. Og það var m.a.s. áður en hann fór að moka í sig grautum og grænfóðri í akkorði, ég hef ekki undan að finna til mat handa honum. Tengdapabbi og Hallveig voru hjá okkur yfir áramótin og allt á fullu í framkvæmdum, komið parket á alla svefnálmuna, geymslan sem átti að breyta í herbergi er orðin að flottu hvítmáluðu herbergi með parketi og glugga og næsta skref að setja loksins upp fataskápana okkar þar inni, þeir eru orðnir leiðir á því að hanga ósamsettir inni á skrifstofu. Svefnsófinn vill líka komast á sinn stað.
En svo er ég á leiðinni í inntökupróf í Tónlistarháskólann í Árósum á föstudaginn, hef verið að myndast við að æfa mig fyrir það undanfarið svo ég gerði ekki alveg nógu mikið gagn sjálf í öllum framkvæmdunum, en reyni að bæta upp fyrir það eftir helgi. Ágúst fór í morgun til Odense á námskeið (samferða pabba sínum á leið til Kastrup) og kemur beint til Árósa á föstudaginn til að fletta og registrera í prófinu. Og nennir einhver að koma og passa barnið þangað til á föstudaginn? ÉG ÞARF AÐ ÆFA MIG!!! Metnaðarfull áform um að spæna niður í kirkju snemma í dag og láta stráksa sofa daglúrinn sinn þar gufuðu upp fyrir svefnleysi í nótt, stráksi vældi og svaf lítið og reyndist vera með harðlífi... en sveskjumaukið er komið oní maga og gerir vonandi sitt gagn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2009 | 19:12
Jólakortapistillinn 2008
Við vonumst til að hitta sem flesta ættingja og vini um jólin á Íslandi, en annars má alltaf fá fréttir af okkur og sjá myndir á bloggsíðunni www.reykspolandi.blog.is. Og auðvitað eru allir velkomnir í heimsókn til Danmerkur!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)