Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
15.3.2008 | 11:30
Búslóðarlaust líf
Jiii.. hvað það er gott að vera "búin" að flytja, ég er samt ekki að flytja sjálf fyrr en eftir 2 mánuði, stórfurðulegt. En allavegana tókst okkur að fylla gáminn og senda hann af stað þannig að búslóðin er einhvers staðar úti á rúmsjó Hafði sosum alveg látið mér detta í hug að það væri mikið mál að pakka en það var samt eiginlega enn þá meiri bilun en ég hélt! (ég viðurkenni að við eigum soldið mikið dót). Takk fyrir hjálpina Dagbjört, Auður, Halldóra, Ólöf, Sibba, Haukur og "burðarmennirnir" Teitur frændi, Daníel Brandur og svo tengdapabbi.
Þrátt fyrir alla hjálpina var ég samt svo gjörsamlega úúúútkeyrð eftir allt saman (hence: ekki ofurkonan) að á fimmtudaginn var ég bara komin með leiðinda samdrætti og grjótharðan belg og við kvensjúkdómalæknirinn á heimilinu vorum sammála um að setja mig í smá pásu. Chillaði heilan helling í bælinu og spilaði bara 2 athafnir í gær... (neitaði sko að mæta og syngja í 3. athöfninni, stóð mig mjög vel). Ætla líka að vera sæmilega afslöppuð í dag og spila bara eina athöfn. Væri samt alveg til í að vera bara ofurspræk og fara á skíði...
En heimilishaldið er annars stórfurðulegt hér í tómri íbúðinni, erum þó með eldhúsborðið og stólana og Auður ólétta og Eyvi sem flytja hingað í apríl lánuðu okkur rúmið sem þau koma til með að sofa í. Pabbi lánaði okkur diska og glös og mamma potta og sængur. Eina hljóðfærið á heimilinu er tónkvíslin mín! Stofan galtóm og nóg pláss til að tjútta, verst að græjurnar eru farnar!
Ágúst þarf nú ekki að þrauka lengi í tómarúminu því hann fer alfarinn á þriðjudaginn e. viku, en ég sé til hvað ég endist lengi í tómu kotinu áður en ég flyt inn á hótel mömmu. Mér finnst þetta allt stórfurðulegt því ég hef eiginlega aldrei flutt áður! Bjó bara í Fögrubrekkunni hjá p&m þangað til ég mjakaði mér smátt og smátt yfir til Ágústar, varla hægt að telja það flutning því það gerðist svo rólega
Nú og svo ef það er einhver "out there" sem finnst hann alveg hafa misst af flutningsfjörinu og langar geðveikt að vera með, þá kemur að því að ég þarf að moka restinni út úr íbúðinni (dót í geymslunni og "brúksdótið" mitt) og svo þrífa hana og skila af mér, jíhaa!!!! Þá eru allir velkomnir (nema kannski Dagbjört af því að hún er búin að vera svo brjáááálæðislega dugleg að ég dey ábyggilega úr samviskubiti ef hún gerir eitt gagn til viðbótar )
En nú er ég samt hætt að hugsa um flutninga í bili og ætla bara að einbeita mér að því að spila skikkanlega í fermingum og páskamessum etc. framundan, syngja fallega með schola cantorum á tónleikum og svo bara vera ólétt og afslöppuð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 08:52
Ég er ekki ofurkonan
Skrambi svekkjandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 18:03
Skilnaðarsýningin "Nei"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 08:44
Uuu.. eru þeir að grínast?
Af mbl.is:
"Hjá netversluninni nammi.is hafa menn þróað aðferðina við að pakka inn páskaeggjum þannig að þau komist óbrotin til viðskiptavina erlendis"
Já og hvað haldiði, þeir pakka þeim í búbbluplast og dagblöð og oní kassa, þeir hefðu kannski bara átt að mæta á námskeið á Sjafnargötunni, "þróa aðferð" minn fagri afturendi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2008 | 19:47
Hver þarf sjónvarp?!?!?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2008 | 18:40
Smá misskilningur
Það er einhver í maganum á mér sem heldur að þvagblaðran sé trampólín.
En svo fá Halldóra og Auður hrós dagsins fyrir að koma og pakka (næstum því) öllu ópakkanlega dótinu í stofunni, fullt af fílum og styttum og soleis, púff. Samt eftir nokkrir hræðilega erfiðir hlutir i stuen eins og gíraffinn Viktor (1.6m), tælenska daman (1.5m), stóri fíllinn (ekki nema 0.4m á herðakamb en svo er raninn beint upp í loft) og böns af málverkum. Held svo að ég reyni næst að klára að tæma skrifstofuna svo sé hægt að byrja að skrúfa í sundur fataskápana. Eða fari að pakka í geymslunni. Eða fari að pakka í eldhúsinu. Eða bara panikeri, það líka einn möguleiki, en kannski ekki sá skynsamlegasti svona þegar ég hugsa málið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2008 | 18:31
Hrós dagsins
Fær Ólöf sem kom og mooookaði kristal og postulíni oní kassa með aðstoð ca. 30 m af búbbluplasti (og ég er ekki einu sinni að ýkja með búbbluplasti, er með kvittun upp á það). Hún fékk líka fullt af konfekti og súkkulaði og sörum, já og líka hrökkbrauð með kindakæfu frá tengdapabba, þið sjáið að það er ekki amalegt að koma í pökkunarteiti á Sjafnargötunni!
Ég er aðeins bjartsýnni núna á að takist að pakka öllu, er allavegana búin að pakka meirihlutanum af bókunum og öllum kri&pos-skápnum + slatta af kristalsvösum og dótaríi, þvílíkt og annað eins sem við eigum af fínum glösum og diskum, allir að mæta í matarboð í Lindeparken!
Þá er bara eftir restin af stofunni (ýmislegt smádót og svo öll dýrin og hljóðfærin), góssið í skápunum í skrifstofunni (m.a. fullt af fínerís-erfðagóssi og svo bara ahahalllt mögulegt), allt eldhúsið, baðherbergið, geymslan, útidótið, hjóladótið, íþróttadótið... Æ nú er ég aftur hætt að vera bjartsýn iss hef nú alveg 10 daga...
En að allt öðru, veit einhver á hvaða vef er best að auglýsa til sölu teppi/risamottur úr Barmahlíðinni fyrir Elínu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2008 | 13:40
Á einhver digital vídjóvél
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)