Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
30.6.2007 | 19:28
Úff púff
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.6.2007 | 20:58
Bæjó spæjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 11:08
Æsispennandi heimsóknir
Heimsókn no. 1
Ég og Mamma og Elín og Selma heimsóttum Kötu frænku systurdóttur Mömmu í gær (dóttur Helgu systur Mömmu sem við heimsóttum um helgina, svona til að þið hafið þetta á hreinu). Kata og Maggi hennar maður eiga þvílíka barnahrúgu, <1 árs tvíbura, 1 stóran bróður á leikskólaaldri og svo stóru systur í 6 ára bekk. Stanslaust stuð á heimilinu! Reyndar var einn vinur stóru systur í heimsókn og honum blöskraði svo hamagangurinn (aðallega í stóru systurinni) að hann var að hugsa um að fara bara heim til systkinanna sinna sex... En litlu tvíburasysturnar eru algjörar rúsínubollur, Selma var nú hálfskelkuð við þær til að byrja með en var farin að þora að rífa af þeim dótið undir lok heimsóknarinnar, dugleg stelpa.
Heimsókn no. 2
Dagbjört vinkona mín úr læknisfræðinni kom í heimsókn til mín í gærkvöldi. Elín kom með Selmu í pössun til mín og ætlaði aðeins að stoppa, þá hringdi gönguferða-atvinnuveitandinn minn í mig og talaði heillengi (og skipti í miðju samtali yfir í þýsku, svona af því að ég er að fara að gæda á þýsku fyrir hann, weeeiiiird) svo Elín beið, þá mætti Dagbjört og hafði bara selskap af Elínu og Selmu meðan ég malaði á þýsku í símann endalaust lengi. Svo gat ég loksins farið að elda hafragraut ofan í Selmustelpuna, þá hringdi tengdapabbi og malaði um byggingaframkvæmdir, nú svo loksins gat Selma fengið grautinn sinn, þá fór hún bara að æla út um allt (ég meina út um allt) svo allt fór í panik og Dagbjört fór að þrífa gólfið (sagði það ágætis tilbreytingu frá því að þrífa blóð og legvatn í vinnunni sinni á kvennadeild, nema það væri reyndar ekki svona vond lykt af því). Elín hætti við að skilja Selmu eftir í pössun og ég keyrði þær heim (Elín sat við hliðina á Selmu tilbúin með dallinn) og Dagbjört elti til að keyra mig heim aftur. Svo sýndi ég Dagbjörtu kjólana sem ég var að fá í fyrirfram arf eftir ömmu og ýmislegt fleira dásamlega fínt og þá var bara kominn háttatími og Dagbjört fór heim. Vilja ekki allir koma í svona dæmigerða heimsókn til mín? Það leiðist allavegana engum hjá mér...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 10:22
Einstakt tækifæri??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 09:24
Selma og sjómannadagurinn
Spilaði í sjómannadagsmessu í Langholtskirkju í gær, við fengum harmonikkuleikara til að halda uppi fjöri fyrir og eftir messu og svo tók hann líka lagið eftir predikun, geðveikt fjör! Mesta stuðið var í kaffinu eftir messu, endaði með því að við vorum farin að syngja í röddum og sátum heillengi. Það eina sem vantaði var fleira fólk, þori ekki einu sinni að segja hvað voru margir.
Síðan fórum við Mamma, Elín og Selma í kaffi til Helgu systur mömmu á Flúðum. Selma klappaði hoho:
Síðan fann hún þessa fínu drullupolla:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 10:21
Drangajökull um síðustu helgi
Hér er leiðin, fórum fyrsta daginn (rautt) fram og til baka á Snæfjallaströndinni (rautt), 2. daginn (blátt) yfir jökulinn með viðkomu á Jökulbungu (hæsti punktur) og Hrolleifsborg niður í Reykjarfjörð á Ströndum, 3. daginn yfir NA-hornið á jöklinum niður í Hrafnfjörð í Jökulfjörðum og vorum sótt þangað á báti.
Útsýnið yfir Djúpið frá Snæfjallaströndinni
Gengum inn dalinn upp af Kaldalóninu hans Sigvalda til að komast upp á Drangajökul
Haukur makar á sig sólvörn, Kaldalón og Djúpið í baksýn
Útsýnið af Jökulbungu, sést niður í Jökulfirði
Komin upp á Hrolleifsborg, Reykjarfjörður fyrir miðri mynd
Sveitt, þreytt og sólbrunnin, enda var þetta 12 tíma rölt.
Haukur alsæll í sundi í Reykjarfirði, Hrolleifsborg sést í fjarska milli húsanna. Í Reykjarfirði var byggð fram undir 1960 og talsvert af húsum, bæði gömul og líka ný sumarhús, og að sjálfsögðu þessi fína sundlaug.
Hrolleifsborg um miðja nótt
Síðan töltum við til baka yfir jökulinn. Svona fer maður að því að fá sér nesti, ég gróf þessa fínu holu undir rassinn á mér og notaði bakpokann sem skjól. Haukur varð hálfsvekktur þegar hann sá að ég hafði bara grafið einbreiða holu...
Síðan beið báturinn eftir okkur í Hrafnfirði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)