Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
29.11.2007 | 11:49
Er einhver að vandræðast með hillur?
Frú leigusali gerði sér lítið fyrir og innréttaði þvottahús á efri hæðinni og við fáum þvottahúsið og geymsluna fyrir okkur, júpsajei. Engar fleiri þvottahúsheimsóknir á ólíklegustu tímum. Ég er líka að fara í búðina á eftir að kaupa mér þvottavél á þvílíka e2-korts-tilboðinu, gott að ég sá það fyrir mánaðarmótin, er alveg að renna út.
En svo vantar mig líka hillu- og skápapláss, hef nú hent helling af hillum og skápum gegnum tíðina og vantar nú loksins sjálf að nota soleis, er einhver akkúrat að fara að losa sig við hillur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 20:01
Stuð á nóttunni
Komin heim í kotið, gott að sofa í rúminu sínu og dreyma fallega. Dreymdi m.a. í nótt að ég var að fara á árshátíð í rauðum kjól og ætlaði engan veginn að geta komist af stað því ég gat ekki ákveðið í hvaða skóm ég ætti að vera (þetta var EKKI martröð). Uppgötvaði m.a. fullt af skóm í skápnum sem ég hafði keypt á útsölu nýlega en verið búin að steingleyma. Alls konar æðislegir skór, rauðir skór með demöntum, silfurskór, mmm....
Dreymdi líka að ég var að sigla með Norrænu, en eins og allir vita er hún í raun risastórt tankskip, og hvað skyldi vera í tanknum annað en súpan sem farþegarnir éta á leiðinni. Súpan í þessari ferð var svona köld mexíkósk grænmetissúpa, mjög góð (hef samt aldrei smakkað svoleiðis). Reyndi mikið að rifja upp hvernig súpa hefði verið þegar Gradualekórinn sigldi með Norrænu árið 1996.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.11.2007 | 21:10
Hreiðurgerð í Muggensturm
Elín stóra systir er alveg að springa úr óléttu og getur ekki ákveðið hvort hún á að fæða barnið strax og hafa það grenjandi yfir sér eða bíða þar til það á að koma rétt fyrir jól. Eiginlega má hún ekki vera að því að fæða það strax því það er svo margt sem hún þarf að gera fyrst, en sem betur fer er ég í heimsókn til að hjálpa henni að baka jólasmákökurnar (og borða þær) og gera ýmislegt fleira ótrúlega gagnlegt. Nú til dæmis fórum við í búðina í Karlsruhe og Elín keypti sér pils sem nær utan um bæði hana og barnið í maganum, ég þurfti ekki alveg eins stór föt.
Síðan á Hansi stóri bróðir Ágústar (ha á Ágúst stóran bróður?) fertugsafmæli um helgina og þá mætir Ágúst með foreldra sína til landsins, Hallveig eldri litla systirin kemur frá Belgíu en þjófstartar aðeins með því að koma fyrst til Karlsruhe að heimsækja Bjargeyju vinkonu allra (þ.ám. Elínar og Ágústar og mína og Hallveigar) og við ætlum einmitt að hittast allar kellurnar á morgun fimmtudag. Svo verðum við Hallveig samfó með lestinni á flugvöllinn á föstudaginn að hitta Ágúst og tm&pm og brunum á bílaleigubíl þaðan til Hansa, heví fjölskylduferð omg.
Nú og þess má til gamans geta að Selma er langmesta krúttið, en það eru allir sammála um að hún sé krúttlegri á morgnana. Ein kenningin er sú að þá er svo langt síðan hún var síðast óþekk að það séu allir búnir að gleyma því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.11.2007 | 21:29
Lokahnykkurinn á lítillætisleysinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2007 | 17:45
Vöfflur vs. pönnukökur
Hef lengi haft mikið dálæti á vöfflum og vöfflubakstri. Mamma gaf mér forláta vöfflujárn fyrir nokkrum árum og eftir smávægilega byrjunarörðugleika náði ég frábærum tökum á vöfflugerðarlistinni og snara fram dýrindis vöfflum við ýmis tækifæri. Draumurinn um að færa mig upp á skaftið og reyna mig við pönnukökubakstur hefur þó lengi blundað í mér, en sakir skorts á pönnukökupönnuleysi (eða soleis) hefur lítið gerst í þeim efnum. En viti menn, Elín stóra sys sendi mig heim með pönnukökupönnuna sína frá Muggensturm því hún getur ekki notaða hana á fansý smansý spansuðueldavélinni sinni. Elín hefur lengi verið þekkt fyrir að vera snyrtileg með afbrigðum og einhvern veginn dettur mér í hug Soffía barnapía þeirra Jóns Odds og Jóns Bjarna í hug (sem hreinsaði vandlega allt vaxið af fínu kertastjakaflöskunni stóru systurinnar) þegar ég horfi á stífbónaða pönnukökupönnuna hennar Elínar, en eins og allir vita þá á aldrei að þrífa pönnukökupönnur.
Og svo fór ég að baka í gær, jeminn hvað það gekk skelfilega. Ágúst sat spenntur með diskinn sinn og beið eftir að moka rjóma og sultu á fallega kringlótta mátulega bakaða þunna og lekkera pönnuköku en þannig fór það ekki, onei. Og svo á ég ekki einu sinni pönnukökuspaða, það jók enn á dísasterinn. Hjaaaaaáááálp. Ógn og skelfing. Að lokum dró ég bara fram vöfflujárnið, þykkti deigið aðeins og gömlu góðu vöfflurnar glöddu bæði augu og bragðlauka.
Og talandi um vöfflur, hvaða erkigerpi fann upp vöfflujárn með 5 laufum? Það eiga að vera 4 lauf og hana nú. Þetta veit móðir mín og var heillengi að finna rétta vöfflujárnið mitt. Það er líka ástæðan fyrir því að ég hafði ekki tímt að kaupa mér vöfflujárn sjálf, því 4-laufa-vöfflujárnin eru undantekningarlaust miklu vandaðri (og dýrari) en 5-laufa-plebbavöfflujárnin, enda alvöru-tæki fyrir alvöru-fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007 | 17:35
Allt í drasli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 20:44
Mæli með
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)