17.10.2009 | 18:18
Skýrsla haustsins
Nú eftir þessa góðu Íslandsdvöl í þrjá mánuði komum við mæðgin aftur til Íslands 31. ágúst. Ágústarnir voru glaðir að hittast á brautarstöðinni (ég dröslaði öllum farangrinum ein til Horsens og er býsna stolt af því).
Ég spændi beint í skólann í Árósum daginn eftir, fór inn á 3. og síðasta ár í BA-námi í kirkjutónlist/orgeli. Tek lest til Árósa ca. 4x í viku, lestarferðin er hálftími, 10 mín. að hjóla út á stöð og svo tæpar 10 að labba í skólann frá brautarstöðinni í Árósum. Fögin sem ég er í: Orgel (Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf), kirkjuspil/litúrgískur orgelleikur (Kristian Krogsø), kórstjórn (Carsten Seyer-Hansen og Søren Kinch-Hansen), musikforståelse (tónlistarsöguhrærigrautur), hljómfræði og arbejdsmarkedskundskab (atvinnumarkaðsfræði?). Ég var líka í tónheyrn en var rekin vegna ofkunnáttu.
Ágúst tók síðustu fjórar feðraorlofsvikurnar í september og sá um aðlögun fyrir Ágúst Ísleif hjá dagmömmu. Stráksi byrjaði um miðjan mánuðinn hjá Selmu dagmömmu sem býr í sömu götu og við og er alsæll þar. Var bara stutt fyrstu dagana en kippti sér síðan ekkert upp við að vera til kl. 3. Nokkrir morgnar voru erfiðir, eftir að hann fattaði að hann væri SKILINN EFTIR Í LANGAN TÍMA og þangað til að hann fattaði að það væri bara í góðu lagi, hann kvartaði í ca. 2 mínútur þessa morgna. En núna er hann kátur að mæta og má ekkert vera að því að kyssa mömmu bless heldur skríður á fullri ferð inn í dótaherbergi.
Ágúst Ísleifur fór loksins að skríða almennilega á hnjánum í september og svo er hann farinn að geta gengið nokkurn veginn óstuddur núna, en ekki nema hann sé gabbaður til þess, lætur sig síga virðulega á bossann ef hann fattar að það er enginn að halda í hann. En hann bætir gangleysið upp með hjólreiðum, þykir mjög fær miðað við aldur á hjólinu og spænir fram og til baka alla götuna, fer bráðum að senda hann einan til dagmömmunnar á morgnana.
Svo kom að því sem allir hafa beðið eftir - hárið fauk!
Fyrir:
Eftir:
Athugasemdir
Ég er búinn að finna Mavic gjarðatöskuna mína! Humm, humm!
Haukur (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 02:44
Hey! FLott á þér hárið!!
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.