28.4.2009 | 11:37
Sýnist ykkur þessi piltur eitthvað hvekktur?
Það er svo agalega erfitt að vera smábarn, Ágúst Ísleifur þjáist af tanntöku og eyrnabólgu þessa dagana. Tönn nr. 5 og 6 komu síðustu helgi (uppi) og okkur grunar að það styttist í 7 og 8 (niðri). En tannmálin eru yfirstíganleg, verra með eyrnabólguna, búinn að vera endalaus pirringur í okkar manni leeeeeengi, fórum með hann dýrvitlausan (ok smá, ýkjur þó hann hafi vissulega orgað mikið um nóttina) á læknavaktina síðustu helgi (fyrir rúmri viku semsagt) og jújú smá roði í öðru eyranu og síðan aftur á þriðjudaginn og þá var mældur þrýstingurinn í miðeyra og gutlar allt í vökva báðum megin. En hann hefur ekkert verið lasinn með hita og það sést enginn roði núna svo það á bara að skoða aftur eftir 3 vikur. Panodil-stílar skaffa svefnfrið á nóttunni.
Svo má til gamans geta að þetta hálffullorðna barn var löngu búið að missa áhugann á brjóstajapli, drakk bara smá af einskærri skyldurækni þegar var troðið upp í hann, helst ef hann var hálfsofandi. Ég ákvað bara að holde op með þessa mjólkurkúgun og hætti að gefa honum á 10 mánaða afmælisdaginn og hann hefur ekki tekið eftir því enn þá...
Og ekki má gleyma að ég gerðist tvíburamóðir í gær án þess að blikka auga, passaði Emilíu Glóð vinkonu Ágústar Ísleifs, öllu heldur pössuðu þau hvort annað og ég sá bara um að keyra vagninn.
Athugasemdir
Þá geturðu nú aldeilis farið að bryðja lyf og drekka alkóhól eins og þig lystir! Heppin
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:34
Það skal engan undra að ég drakk veeel af rauðvíni með steikinni á afmælisdaginn og fór svo að bryðja þörunga-vítamín-undrapillur við hárlosi
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 29.4.2009 kl. 09:04
Hipphipp! Mikið öfunda ég ykkur annars af veðráttunni !!!!!!
Sigga Pé (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:18
hihi... ekkert smá flottur Ísleifurinn! og bara byrjaður í leikfimi úti í stóra garðinum sínum
Hallveig frænka (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:59
sælar :)
Vá hvað minn stækkar:) Hann lætur sko alveg hafa fyrir sér þessi elska svoleiðis á það líka að vera.. En já ég held að ég þurfi nú að fara gera eitthvað í þessu með heimsóknina til ykkar... En núna verðum við bara fara gera deit á þetta hjá okkur;O) Hvernig er vikan hjá ykkur????
kv.Magga Sör og bumbubúinn ;)
Magga Sör (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.