31.3.2009 | 20:00
Skriðæfingar og annað sprikl
Ýmis ráð notuð til að kenna Ágústi Ísleif að skríða. Eins og sést þá er hann stinnur eins og planki og dettur ekki í hug að beygja hné og mjaðmir. En það vottar þó fyrir framförum, þ.e. honum fer fram í að fara fram með fæturna, ansi hnyttin setning.
En það er nú einfaldast að sitja bara á rassinum, og maður nýtur sín vel í svona fínni peysu sem Úlfar Jökull prjónaði (með aðstoð Auðar mömmu býst ég við) og á teppinu sem einhverjir muna kannski eftir sem dularfullri sængurgjöf (frá Elínu Björk & co). Hér er hann (tiltölulega) þolinmóður á æfingu fyrir tónleikana sem Ágúst var að syngja á á sunnudaginn. Það vakti talsverða lukku þegar hann fór að slá taktinn með skeiðinni sinni, framtíðarstjórnandi á ferð.
En svo var heldur betur fjör hjá okkur í gær þegar við mæðgin fórum á róluvöll. Ágúst Ísleifur skemmti sér veeeel í rólunni, dandalagóð smábarnaróla sem er ekki hægt að detta úr.
Og að lokum allt annað: Hvern dreymir ekki um að eiga eitt svona á heimilinu?
Það þarf auðvitað að vera alvöru orgel á öllum betri heimilum, og þar til við höfum skrapað saman fyrir alvöru pípuorgeli þá verður rafmagnsstaðgengill að nægja. Við höfum ákveðið að festa kaup á svona æfingahljóðfæri, gerir lífið mun auðveldara næsta vetur þegar ég þykist ætla að fara á kostum í orgelnámi, og Ágúst kvartar ekki heldur yfir að geta spilað þegar honum sýnist. Það er von á einu svona frá Þýskalandi eftir helgi, verst að ég verð ekki á staðnum til að taka á móti því, en Ágúst hefur þá allavega eitthvað við að vera meðan 2/3 fjölskyldunnar moka í sig páskaeggjum á Íslandi!
Athugasemdir
Hættið að berjast við að láta drenginn skríða. Pabbi hans fór ekki að skríða fyrr en hann var búinn að læra að ganga og hana nú
Ég hlakka rosaleg til að sjá ykkur mæðgin á föstudaginn en leiðinlegt að ÁI skuli ekki koma líka
Tengdó (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:26
Brilliant myndir Lára!! hann frændi er bara algjört augnakonfekt - og bara síbrosandi (enda ekki von á öðru svo sem)
Ég hlakka svo til að koma á 'stofu'tónleika þegar nýja mublan er kominn í gagnið! ...hvernig gekk annars að ákveða hvar gripurinn á að vera?! eða ætlar Ágúst Ingi að koma þér á óvart með staðsetninguna?
Ég bið að heilsa og góða ferð á morgunn - VÁ hvað tíminn líður hratt, bara kominn Febrúar aftur
Hallveig frænka (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:36
óskaplega á drengurinn fallegar lopapeysur! Sammála tengdó; börn skríða eða ekki...
gf (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:12
Það verða þá skrifstofutónleikar. Nema við tengjum græjuna bara við sörránd hátalarakerfi svo enginn sleppi neins staðar í húsinu.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 1.4.2009 kl. 19:10
Vá vá vá, þetta er engin smá græja... Drengurinn alltaf jafnglaðvær og hress og fallegur og pollrólegur að sjá Reyndar alveg ótrúlegt, svona miðað við eðlislæga ofvirkni múttu litlu! Ég spái því nú reyndar að innan skamms tíma verðir þú farin að blogga non-stop um hvað það sé þreytandi að elta hlaupandi gríslíng daginn út og inn - - - svo þú ættir bara að njóta þess núna að tjilla með gullklumpinn! Hlakka til að sjá ykkur á skerinu
Sigga Pé (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 10:41
Iss Ísak byrjaði aldrei að skríða... mjakaði sér á rassinum þegar hann var 9 mánaða og stóð svo bara upp! En gangi ykkur annars vel, þið náið örugglega takmarkinu með þessu áframhaldi
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 11:42
Ekki slæmt að hafa konung hljóðfæranna heima á stofugólfi. :) Yummy....
Baldur Gautur Baldursson, 2.4.2009 kl. 18:48
Ég kannast nú alveg við (stríðnis)glottið á drengnum í rólunni !!! Alveg eins og mamma sín !!! Takk fyrir síðast :)
Sigga Pé (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.