Vorið komið

Glampandi sól og dejligt veður í Hrossanesi þessa dagana, við mæðgin höfum nýtt góða veðrið til að fara út að hjóla.  Ágúst Ísleifur sló fyrri met í gær og tók 22 km með móður sinni án þess að blása úr nös, duglegur drengur.

Stráksi hefur reyndar verið óvær af og til undanfarið, það var leiðinlega langt tímabil þegar hann galaði og gólaði á hverri nóttu, við viljum kenna einhverri magapínu um, en síðan lagaðist það og hann fór að sofa eins og engill.  Iðaði samt eins og ormur í nótt greyið og gat ekki sofið, veit ekkert hvað amar að honum.  Og núna gólar hann úti í vagni 10 mínútum eftir að hann sofnaði, æjæjæj.  Vonandi verður hann samt kátur í tónlistarskólanum á eftir, vortímabilið að hefjast, núna verður hann ábyggilega stóri strákurinn í bekknum því þetta er fyrir 3-10 mánaða og minns bráðum 9 mánaða, ótrúlegt en satt.

Aðalmálið þessa dagana er skriðþjálfun, Ágúst Ísleifur sýnir ekki minnsta vott af skriðhæfileikum og til að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir það Tounge þá erum við að reyna að kenna honum þetta. Auðvitað lærir hann bara á sínum hraða en það er samt hægt að hjálpa krílunum á ýmsan hátt, setja hann sem mest á magann og hjálpa honum í "skriðstellingu", foreldrarnir skemmta sér allavegana mjög vel yfir því! Það vantar ekki að hann sé duglegur að sprikla, það er bara ekkert sérstaklega markvisst...

Það er reyndar mjög gott að hann er ekkert farinn að komast um sjálfur því húsið er alltaf í rúst, framkvæmdagleðin hleypur með mig í gönur en síðan dregst á langinn að klára (þó ekki sé nema vegna gólandi barns), vantar alltaf þetta stykki eða þetta stykki blablabla.  En nú er borðstofan og stofan að komast í skikkanlegt stand, ég er búin að setja nýjar innstungur og rofa út um allt og skrapp áðan í byggingavörubúðina og náði í loftlista sem eiga að fela lagnir fyrir loftljós í stofunni, þarf svo bara að príla og negla.  Já og kannski finna einhver loftljós.  Já og svo parket, svona þegar vorar í efnahagsmálum Whistling

Ég fæ bara samviskubit að setja enga mynd, en ég nenni ekki að tæma af myndavélinni núna, sorrý.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það hlýtur að vera dejligt, vorid er líka á leiðinni hingað.

Lóan er komin til landsins  Hvenaer koma fleiri myndir af Ísleifi litla. Þú ert svo dugleg Lára mín að þig munar varla um að setja inn svo sem eia til tvær myndir.

tengdó (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband