12.3.2009 | 21:41
Afsakið...
Nú jæja hér er allt gírlaust best að redda því í snarhasti. Byrja á því að bakka um hvah heilan mánuð held ég, þegar við skruppum til Sönderjylland þar sem Erla Elín var með íbúð í nokkrar vikur. Við höfðum það frábært á þeim bæ í heila fimm daga, fórum í alls konar udflugta, m.a.s. til Þýskalands og í súpermarkað í Flensborg þar sem Danir kaupa svo mikið inn að þeir eru með danska posa.
Svo þarf ég að bakka um 14 ár til viðbótar þegar ég ung og sæt var eitt sumar í Danmörku, m.a. á bænum Stensigmose í Sönderjylland. Þarna var ég í þrjár vikur á sínum tíma, passaði grislingana og mjólkaði kýr. Við notuðum náttúrulega tækifærið og litum við. Ég hringdi bjöllunni, frúin kom til dyra, ég sagði "Jeg hedder Lára" og hún svaraði (með dönskum hreim) "Lára Bryndís Eggertsdóttir!!" og var svaka kát. Engin furða að þau myndu eftir mér því ég hékk uppi á korktöflunni í borðstofunni ásamt þeim Tinu, Jesper og Rasmusi í Lego-fötunum sínum
Nú síðan fórum við til Íslands undir því yfirskini að ég þyrfti að spila á tónleikum með Gradualekórnum. Ágúst Ísleifur hitti marga sem hann þekkir.
Hér er hann að skoða hárlitinn á Úlfari Jökli og útskýra fyrir honum að ef maður borði eins mikið af gulrótum og hann (ÁÍ) þá verði maður rauðhærður (og appelsínugulur svona almennt).
Svo heimsóttum við Láru langömmu. Eins og sannri ömmu sæmir var hún mjög ánægð með hvað barnið var vel klætt.
Og spilaði svo fyrir okkur af hjartans lyst, ekki nema 95 ára!
Nú og Ágúst Ísleifur tók líka kærusturúntinn, hér er hann með Eddu Sjöfn. Hún hefur 8 daga forskot á hann í öllu sem hún gerir, til dæmis kann hún að ýta pent á takkann á bókinni svo hún segi brabra. Ágúst Ísleifur er meira í því bara að lemja bókina.
Og svona mikill þroskamunur kann ekki góðri lukku að stýra, endaði með því að allt fór í háaloft og org.
En þau eru samt svo svaðalega efnilegt par að þau eru búin að fá sér matching jogginggalla eða soleis... (í boði Bjargeyjar prjónóðu)
Næst var Karitas heimsótt, mamma hennar er Guðný organisti. Ágúst Ísleifur tók hana bara í nefið, enda er hún ca. tveim mánuðum yngri. Það sést þó ekki á kílóafjöldanum, en það er víst ekki við hæfi að tala um kíló og kvenfólk í sömu andrá svo ég sleppi því alfarið.
En hann leggur ekki í Þorbjörgu Þulu, enda kann hún að LABBA! Ágúst Ísleifur kann ekki einu sinni að skríða.
Jæja þetta er gott í bili af myndafylleríi. Síðan við komum heim frá Íslandi hef ég baukað við að mála borðstofu og skrifstofu, og það er enn þá allt í rúst því ég á eftir að ganga frá rafmagni (ein innstunga í borðstofunni ekki aaaalveg nóg, engin loftljós í stofunni etc.) og fleira smálegu. Eins gott að barnið kann ekki að skríða því það eru verkfæri og rusl út um allt. Erum þó að vinna í skriðmálum og hann sýnir framfarir. Erum líka að vinna í matarmálum, gengur ekki að hann sé svo mikið smábarn að hann kúgist yfir minnstu bitum og hann er núna í stífri þjálfun, renndi niður heilu jarðarberi í hádeginu án þess að blikka auga (reyndar frekar litlu og afþýddu úr frystinum). Er líka aðeins að ná tökum á því að pilla mat upp í sig sjálfur, en vill samt frekar skeiðina, þ.e. almennilega þjónustu. Allavega lágmark að honum sé réttur maturinn í skeið, hann getur síðan stýrt skeiðinni upp í sig eða tekið hann af skeiðinni, litli prinsinn...
Já og Ágúst byrjaði aftur að vinna eftir 5 vikna fæðingarorlof síðasta mánudag, eða nánar tiltekið er hann á námskeiði í Árósum alla vikuna og fer út úr húsi upp úr sex ojbara. Ég er því aftur orðin fulltidsmor úff púff. Fór samt í spinning áðan og skellti stráksa bara í pössun í ræktinni sem er í boði fyrir eins árs og eldri, maður er nú orðinn 8 og hálfs!
Athugasemdir
"Lára Bryndís Eggertsdóttir" - Vá! ég ætti kannski að flytja til Danmerkur?! hér nær fólk bara að segja Halveig, já með einu L-i!!
Takk fyrir fréttirnar og MYNDIRNAR Frændi er algjör sjarmör! Serían af honum og 'kærustunni' Eddu Sjöfn eru mega sætar, sérstaklega svipbrigðaskiptin á lita manninum
Hvernig gekk svo með rafmagnið?
Hallveig frænka (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:48
hahaha... úps! ég meinti litla manninum - en hann er nú líka skemmtilegur á litinn
Hallveig frænka (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:50
Þetta var svo óvænt og skemmtilegt að ég varð að gefa mér dágóðan tíma og nokkur skipti til að skoða síðuna áður en ég gæti látið ánægju mína í ljós.
Myndirnar eru dásamlegar af litla drengnum hennar ömmu og líka gaman að sjá hin börnin en Ágúst Ísleifur með sitt rauða hár og stóru fallegu á hug minn allan.
Takk Lára mín fyrir að vera svona dugleg tengdadóttir, bið að heilsa ÁA.
Amma Guðný (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:21
Á eftir stóru fallegu á að standa ,,augu" að sjálfsögðu og glöggir lesendur hafa örugglega áttað sig á því.
Amma Guðný (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.