19.2.2009 | 20:53
Appelsínugula barnið beint úr brúnkusprautun
Við erum mætt til Íslands. Búið að sýna barnið út um allt að vanda. Yfirleitt hefur fólk tvennt um Ágúst Ísleif að segja:
A: Barnið lítur út eins og pabbi sinn
B: Barnið er appelsínugult.
Spurning með að slappa aðeins af með gulræturnar, við höfðum í alvörunni ekki tekið eftir neinu. Jú kannski smá appelsínugulur blær á nebbanum.
Tennurnar brjótast fram hægri vinstri þessa dagana með grát og gnístran tanna á nóttunni aðallega. Þriðja kom í gegn í gær uppi til vinstri, Fjórða sést vel en ekki alveg komin í gegn, uppi til hægri. Tennurnar niðri orðnar rosa flottar.
Hef ekkert fleira að segja af viti, er langt eftirá með þessar hefðbundnu montsögur af barninu og bullið um daglegt líf en það verður bara að hafa það.
Athugasemdir
Er ekki frá því að ég hafi séð þennan rauðgula blæ....fyrir utan hvað hann er sætur auðvitað:) Gaman að sjá hann í eigin persónu og þig líka.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.