Höndlar fólk aðra bleiusessjón?

Fari það í röndóttan... ég komst að ansi skemmtilegum mistökum þegar ég fór að sauma bleiu nr. 2.  Ákvað að hafa hana stærri svo hún væri við vöxt, og ætlaði að prenta sniðið út aftur og stækka það, tók þá eftir að það var hakað við "shrink to fit page", tók það af og bingó bleian prentaðist barasta í réttri stærð sem var miiiiklu stærri en shrinkaða stærðin Wizard.  Enda er hún veeeel við vöxt!

Jan-feb 015

(Mamma af hverju er ég með bleiu í handarkrikunum?)

Kemur þá aftur til kasta minnkunarmekanismans góða, brotið uppá (viti menn, franskur rennilás innaná þó hann sjáist ekki gjörla)

 Jan-feb 016

bleian fest

Jan-feb 019

og svo bleiubuxur yfir og stráksi tilbúinn með massíva bleiu sem verður nú bara notuð sem næturbleia þar til menn stækka aðeins.

Jan-feb 021

Keypti þetta líka brilljant röndótta efni á útsölu í saumabúð bæjarins.  Var soldið að vandræðast þegar ég keypti franskan rennilás, ætlaði að fá svona mikið af "den æ þarna bløde del" og svona mikið af "den þarna þú veist anden del" hvað ætli maður viti sosum hvað mismunandi hlutar fransks renniláss heita á dönsku, veit það ekki einu sinni á íslensku.  Og ekki vissi búðarstúlkan það heldur.  En yfirkonan í búðinni sá að þarna var vandræðagangur og spurði mig "er du Islænding?", ég játti því og þá sagði kella við afgreiðsludömuna "så skal du bare tale engelsk, det plejer vi at gøre..".  Ég varð heldur betur foj og skammaðist, ekki eins og ég viti eitthvað betur hvað franskur rennilás heitir á ensku díses kræst svo ég slái nú samt um mig á ensku.

En hvað um það, ég lét ekki staðar numið við að fegra bossann á Ágústi Ísleifi heldur fegraði líka heimilið í gær, við Ágúst skelltum loksins myndum o.fl. á veggina, 18 stykki upp í gær og slatti eftir samt.  Barnaherbergið og stofan orðin fullupphengd, en nóóóg eftir samt.  Haldiði ekki að sé huggó í stofunni!

Jan-feb 022

Við ætlum nú aldeilis ekki að hanga heima og gera meira gagn um helgina heldur ætlum við í weekendferie til Sønderjylland, Erla Elín er staðsett þar þessa dagana og með nóg gistipláss og við ætlum að hygge os og fara í svona udflugter, det bli'r dejligt.

Svona eru feðraorlofs-feðgarnir fínir saman, já og Ágúst Ísleifur lunkinn með málbandið (hefði kannski átt að láta hann mæla fyrstu bleiuna í réttri stærð?)

Jan-feb 005     Jan-feb 014


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ÓTRÚLEGA MYNDARLEG esska!!!!!!!!   ÁÍ verður sífellt mannalegri, rooooosalega sætur og fínn! Kossar og knús!

P.s. já alveg fer það í taugarnar á mér þegar þeir kunna ekki að meta tungumálaeffort vel menntaðra Íslendinga. Gajol-sagan góða úr grallaraferðinni forðum daga hefur enda oft verið rifjuð upp!!

Sigga Pé (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:42

2 identicon

Já sko þetta líkar mér, fullt af myndum og nóg af skemmtilegu lesefni. 

Það er satt hún Lára er hreint ótrúleg.

Góða ferð í helgarferðinni, ég bið að heilsa Erlu Elínu.

Amma Guðný (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:11

3 identicon

Vá hvað bleyjan er flott!

Ég þarf að herða mig, er ekki enn byrjuð. En komst hinsvegar að því í vikunni að við eigum um það bil fjögurra daga bleyjubirgðir... þvottavélin bilaði sko... (Mest af þessum bleyjum eru nú gasbleyjur, eins gott að vélin bili ekki þegar Trausti er orðinn stærri!)

Elín Björk (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 18:35

4 identicon

Mér finnst þessar bleyjur flottar! Er alveg á því að taubleyjur séu betri, nema stundum á ferðalögum, það er a.m.k. mín reynsla. En ég var ekki svo myndó að sauma þær sjálf, þrátt fyrir bara eina vinnu + kórstjórn + kórsöng á þeim tíma ( það var í þá gömlu góðu)  Bestu kveðjur.

Sesselja Guðmunds (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Dugnaðurinn í þér stelpa. Finnst frábært að þú skulir nota taubleyjur, ætlaði að gera það en hætti við sé samt eftir að hafa ekki látið vaða en svona er lífið:) Notaði taubleyjur á Brynju þegar hún var lítil og þá voru það bara gömlu góðu og svo bleyjuplast yfir þessar voru ekki komnar þá::) Flottur strákur sem þið eigið og verður bara flottari hafið það sem allra best. Kv Erna

Móðir, kona, sporðdreki:), 8.2.2009 kl. 18:55

6 identicon

Þetta eru svo glæsilegar bleyjur hjá þér :) Og gaman að þið eruð búin að hengja upp myndir, gerir svo mikið fyrir umhverfið. Hvar er annars skútan? :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:40

7 identicon

Sammála fyrri ræðumönnum, asskoti fín bleyja. Spurning um að panta eitt stykki hjá þér;)

Auður Agla (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:07

8 identicon

Nú er kallinn sko kominn með bollukinnar! (Ágúst litli, ekki Ágúst stóri)

Ólöf skólöf (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband