Ég er Gandalfur, Aslan, Dumbledore

ef ekki djísús kræst súperstar.  Held allavegana að ég sé það í augum Ágústar Ísleifs.  Maður veltir oft fyrir sér í ævintýramyndunum af hverju ofurhetju-yfirgaldragæjarnir birtast aldrei fyrr en á síðustu stundu þegar söguhetjan er endanlega komin í þrot, hvort sem það er litli Hobbitinn, systkinin í Narníu, Harry Potter eða bara Ágúst Ísleifur.  Mamma kemur nefnilega ekki alltaf strax til að redda honum þegar hann fer að skæla, og hann botnar ekki mikið í því hvaða verkefnum öðrum ég er að sinna, ekki frekar en við botnum í því af hverju Gandalfur kom ekki bara strax.  En ég birtist að lokum (þegar ég er búin að vaska upp eða lesa moggann eða bjarga heiminum á einhvern annan hátt) og knúsa litla kút og allt endar vel...

En hér mundar Ágúst Ísleifur tannburstann:

Janúar 09 026

(hvernig er það, ætlaði tönn nr. 2 ekki að vera löngu komin??)

En ég hef engan tíma til að hanga í tölvunni, hef ekki undan að mæta í alla spinningtíma sem eru í boðið í Horsens, þó að ahemm ég hafi nú ákveðið að taka mér frí í dag... soldið aumar lappir...  Svo ég notaði tækifærið og saumaði brilljant röndótta bleiu!! Myndir síðar, yfir og út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta líkar mér, hann heldur vel á tannburstanum Þessi fallegi drengur. Ég er að telja dagana og reiknast til að það séu 11 dagar þar til að þið komið heim

Amma Guðný (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband