Baráttan um skeiðina

Ágúst Ísleifur er mjög duglegur að borða, já og bara mjög duglegur almennt.  Hann er líka leiftursnöggur að hrifsa skeiðina af mömmu og þá getur farið illa, hann er svo handsterkur að ég næ skeiðinni ekkert af honum aftur.  Verst að stráksi er ekki búinn að ná fullum tökum á því að mata sig sjálfur, þess vegna gerist þetta:

Janúar 09 024

Og þess vegna fór ég í búðina og keypti regngalla-smekk-búning og líka skeiðar með extra löngu skafti svo matarinn geti haldið sig í öruggri fjarlægð (hann náði samt skeiðinni).

Janúar 09 033

(Annars er barninu yfirleitt gefið að borða í fanginu á mataranum, með báðar hendur teknar úr umferð...)

IMG_1785

Litli kútur er reyndar lasinn með hita og hósta og hor núna, frekar daufur í dálkinn.  Ég er hins vegar hress sem aldrei fyrr og hamaðist í allan gærdag (og hálfan fyrradag) við að pússa og slípa borðplötuna í eldhúsinu, hún er heilir 5.4 metrar! Núna gljáandi fín og olíuborin, fingurgómarnir á mér eru í staðinn orðnir eins og sandpappír nr. 60.

IMG_1792

Og núna er rúmur hálftími þar til Ágúst byrjar í fjögurra vikna feðraorlofi!! Þá leggst ég bara með tærnar upp í loft...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallveig Guðný Kolsöe

Þú ert alltaf jafn dugleg Lára min.

En mér sýnist hann sonarsonur minn vera duglegri.

Hallveig Guðný Kolsöe, 31.1.2009 kl. 15:43

2 identicon

Hvernig er þetta með ykkur, er bara status qvo?

Hallveig Guðný Kolsöe (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:44

3 identicon

ég segi það sama - eru engar fréttir???

við viljum myndir!

við viljum myndir!  

...eða varð frúin kannski handlama eftir allt pússið  

Hallveig frænka (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband