28.1.2009 | 10:13
Bleiusaumurinn (ath. bara fyrir taubleiuáhugasama)
Já ég missti mig aðeins í myndarskapnum og saumaði bleiu á barnið. Hér eru heimildarmyndir, venjulega fólkið sem hugsar ekki bara um bleiur og kúk allan daginn ætti frekar að lesa moggann núna.
Bleian svaka fín innaná, takið eftir franska rennilásnum innaná lengst til vinstri
Og hér er hún samsett "venjulega"
En ef maður er lítill þá er brotið upp á framstykkið (munið franska rennilásinn innaná á fyrstu myndinni)
Og þá er bleian í minnibarnastærð, jibbí
Almáttugur hvað ég er myndarleg, þvílík fjallkona.
Athugasemdir
Ja hérna hvílíkur myndarskapur, ég held að þú hafir slegið öll met í saumaskap.
Það eru örugglega ekki margar mæður sem hafa gert þetta.
Tengdó (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:12
Ég fór einmitt í IKEA í gær og keypti talsvert af bómullarefnum - hlakka til að nota afgangana af þeim í ysta birðið á bleyju (bara svona til að hafa þær sætar!)
Elín Björk (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 12:36
Ertu að segja að bleian mín sé ekki sæt!
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:09
þetta er bara rosalegt, karitas er dauðöfundsjúk ;)
Guðný (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:06
alls ekki! -Ég efast bara um að þunnt bómullarefni geri annað gang en útlitslegt á svona bleyju!
Elín Björk (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:39
Það hlýtur að vera guðdómlegt að pissa í svona heimasaumaða bleyju, svo ég tali nú ekki um að skella sprengju
Glæsilegur saumaskapur!
Sibba (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:21
vá ég trúi ekki að ég hafi lesið þetta blogg og öll kommentin við það jafnvel þó þú hafir meiraðsegja varað mig við og bent mér frekar á að lesa moggann!!!
Sólbjörg Björnsdóttir, 29.1.2009 kl. 20:43
Gott hjá þér Sólbjörg að hleypa út þinni innri taubleiuáhugakonu
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 29.1.2009 kl. 21:21
Mér verður hreinlega mál..
Eyþór (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 08:02
Sérð sæng þína upp reidda, þegar ég var með taubleyjur dugðu mér ekki færri en 20 - nema maður gerði ekki annað en þvo :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:42
Hah sem betur fer á ég nú ekki bara þessa einu... heldur milljón og tuttugu til viðbótar, verst að stráksi er að vaxa upp úr sumum. En aldrei hefði mig grunað að tannþráður og taubleiur væru heitustu málefnin á Lárubloggi
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 31.1.2009 kl. 07:04
Þakkir!! :)
Sólbjörg Björnsdóttir, 1.2.2009 kl. 14:14
jeminn eini..... segi ekki annað...
sigga pé (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.