25.1.2009 | 09:26
Yfirvofandi ófærð
Við fengum afhenta "vetrarpoka" í ruslatunnuna í fyrradag ásamt orðsendingu um að nota þá ef ruslið verður ekki sótt vegna ófærðar. Ég hló og sagði matarboðsgestunum frá þessu, þeir sögðu að þetta væri fúlasta alvara, stundum væri kolófært, jafnvel ökkladjúpur snjór, þá kæmist ruslafólkið einfaldlega ekki til að sækja ruslið.
Athugasemdir
tíhí, Danaræflar :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.1.2009 kl. 10:03
jújú svona er þetta líka hér - hef að vísu ekki fengið afhentan 'vetrarpoka'; en ef kemur smá slydda á götur verður allt stop! ökutæki rétt skríða áfram og vegfarendur þora varla út - ég meðtalinn tókst nefnilega um árið að renna á hausinn í alveg 10mm snjó...
Hallveig frænka (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:51
DANIR..... magnað fyrirbæri!!!! Passa sig alltaf á því að leggja ekki of mikið á sig!
Ragga (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.