Loksins loksins jólaannáll 2. kapítuli

Ágústi Ísleifi fannst jólatréð hennar ömmu flott.  Og honum var svo heitt í hamsi yfir þessu öllu að hann var löngu rokinn úr sokkabuxum, buxum og vesti.

Ísland jól 2008 148

Það var svaka jólaboð hjá Helgu systur mömmu á Flúðum á Jóladag.  Ágúst, Elín, Vala, Edda (yngsta dóttir Helgu), Helga.  Líka Kata (elsta dóttir Helgu) með mann og fjögur börn.  Mikið fjör.

Ísland jól 2008 155

Systurnar kátar

Ísland jól 2008 159

Síðan fór Ágúst Ísleifur í jólaboð hjá Ágústu systur pabba á annan í jólum, með nýju húfuna frá Þorbjörgu Þulu.  Hún er aðeins of stór.

Ísland jól 2008 170

Ágústarnir þrír,eða soleis, í jólaboðinu hjá Ömmu Guðnýju.  Hlöðver Týr sonur Elísabetar systur Ágústar sver sig í ættina, rétt eins og Ágústarnir.

Ísland jól 2008 181

Ísland jól 2008 182

Og nú þurfum við að skipta alveg um sögusvið, hoppa upp í flugvélina til Danmerkur og kippa svo Hallveigu með á lestarstöðinni.  Jólin voru haldin hátíðleg í annað sinn á gamlársdag.  Hallveig og Ágúst Ísleifur styttu sér stundir við smíðavinnu meðan þau biðu eftir matnum.

Áramót 08-09 016 

Hallveigu leist vel á öndina sem er orðin að ágætis jólahefð hjá okkur.  Með ljúffengri fyllingu og engifer- og plómugljáa.  Reyndar fengust ekki plómur í Horsens hmm svo þetta breyttist í engifer- og mangógljáa, ekki síðra.  Foie gras í forrétt með sérlagaðri engifer- og döðlusósu, og svo meðlætið maður, heimalagað rauðkál, heimagerð rauðlaukssulta, waldorfsalat fyrir heila hersveit, brúnaðar kartöflur og så videre, mmmmm.....

Áramót 08-09 019

Ágúst Ísleifur fékk hjálp frá afa við að opna pakkana, og öfugt.  Hann er voða fínn í nýju samfellunni frá Hallveigu.

Áramót 08-09 029     Áramót 08-09 041

En svo fór Ágúst Ísleifur í skátaleik, Ágúst er nú gamall skáti og Ágúst Ísleifur verður kannski svona spejder eins og Rip, Rap og Rup.

Áramót 08-09 053     Áramót 08-09 054

Fullorðna fólkið fór hins vegar í drykkjuleik, Hallveig kom með öskju með belgískum snöpsum (Genever) með alls konar æðislegu bragði.

Áramót 08-09 068

Eftir það gerðist að sjálfsögðu ekkert markvert.  Nema jú parket, málning etc.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka fyrir framhaldið. Það er svo gaman að sjá allar þessar myndir :)

Dagbjört (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband