21.1.2009 | 11:02
Ágúst Ísleifur fær ekki að fara í bað á næstunni
Og ekki heldur í sund mundi ég halda. Það var nefnilega að koma í ljós að hann hefur hlaupið í þvotti, vantar tvo sentimetra. Ég fékk þá stórsnjöllu hugmynd í gær að gá hvernig sprettan gengi, hann mældist 68 cm. Það væri ekkert svo slæmt ef hjúkkan hefði ekki mælt hann 70 cm fyrir 3 vikum . Sama hvernig ég togaði stráksa og teygði þá náði ég honum ekki í 70.
En til að bæta upp fyrir þetta svekkelsi þá er fyrsta tönnin að skjóta upp kollinum, lítil og fín niðri til vinstri. Já og svo kom ég að honum gólandi á maganum í gær NB án þess að ég hefði snúið honum (hann var auðvitað að góla því hann var búinn að gleyma hvernig hann veltir sér aftur til baka litli sauður, loksins þegar hann lærir að velta sér af baki yfir á maga).
Athugasemdir
Til hamingju með tönnsuna litli frændi og vonandi rifjast fljótt upp fyrir þér hvernig þú átt að rúlla þér, en áður en þú veist af verða þau farin að tala um það hvað þú ert mikið á ferðinni híhíhí
kv frá Odense
Gústi Dana og co (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.