Mamma!

Litli kútur byrjaði daginn á því að kalla á mömmu sína, gólaði 'mamma mamma' (við hliðina á mér í rúminu, þurfti nú sosum ekkert að kalla hátt).  Eins og fram hefur komið þá byrjaði hann að tala um daginn, reyndar með takmörkuðum orðaforða ('dadada'), svo bættist við nokkrum dögum síðar 'nanana', mamama' daginn eftir og svo núna hjartabræðandi skýrt og fínt 'Mamma!' (ekki alveg öruggt þó að hafi verið afgerandi merking í því Joyful)

Mamman var reyndar ekkert svo kát með að barnið væri að kalla á mömmu sína svona í morgunsárið, Ágúst Ísleifur er nefnilega búinn að vera meira og minna volandi síðustu nætur, mér dettur einna helst í hug tennur, orðið býsna hart undir í neðri góm, gasalega spennandi...

Honum veitir nú ekkert af því að fara að fá tennur svo hann geti ráðist í stórsteikur litla átvaglið, ótrúlegt hvað kemst í svona lítinn mallakút og það er bara loftbrú upp í galopinn munn, við höfum varla undan að moka grautum og grænmetiskássum.  Verst að hann er svo hrifinn af svona alvöru mat að hann neitar hérumbil alveg að drekka á daginn, hvort sem það er brjóst eða peli, en bætir sér það svo upp á nóttunni (við takmarkaða hrifningu mína). Skömmu eftir að hann sofnar þá áttar hann sig á því að hann er dauðþyrstur og heimtar brjóst, og svo aftur, og svo aftur... Uppeldið og skipulagið eitthvað að klikka hmm Blush

En núna er hann alveg að verða búinn að toga fína prjónadúkinn af stofuborðinu, bara eftir smá horn þar sem eitt málverk (brúðkaupsgjöf), bókin Fuglar í náttúru Íslands (jólagjöf) og orginal His Master's Voice grammófónplötur með Páli Ísólfssyni (orgelútskriftargjöf) halda dúknum.  Skemmtilegt samansafn ekki satt! Best að skella stráksa í vagninn og skríða svo sjálf upp í rúm Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband