7.1.2009 | 09:27
Já seiseijá og sveimérþá
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld etc. við vitum nú allt um það. Barnið sprettur hratt, tók 5 sentimetra á einum mánuði, geri aðrir betur. Og það var m.a.s. áður en hann fór að moka í sig grautum og grænfóðri í akkorði, ég hef ekki undan að finna til mat handa honum. Tengdapabbi og Hallveig voru hjá okkur yfir áramótin og allt á fullu í framkvæmdum, komið parket á alla svefnálmuna, geymslan sem átti að breyta í herbergi er orðin að flottu hvítmáluðu herbergi með parketi og glugga og næsta skref að setja loksins upp fataskápana okkar þar inni, þeir eru orðnir leiðir á því að hanga ósamsettir inni á skrifstofu. Svefnsófinn vill líka komast á sinn stað.
En svo er ég á leiðinni í inntökupróf í Tónlistarháskólann í Árósum á föstudaginn, hef verið að myndast við að æfa mig fyrir það undanfarið svo ég gerði ekki alveg nógu mikið gagn sjálf í öllum framkvæmdunum, en reyni að bæta upp fyrir það eftir helgi. Ágúst fór í morgun til Odense á námskeið (samferða pabba sínum á leið til Kastrup) og kemur beint til Árósa á föstudaginn til að fletta og registrera í prófinu. Og nennir einhver að koma og passa barnið þangað til á föstudaginn? ÉG ÞARF AÐ ÆFA MIG!!! Metnaðarfull áform um að spæna niður í kirkju snemma í dag og láta stráksa sofa daglúrinn sinn þar gufuðu upp fyrir svefnleysi í nótt, stráksi vældi og svaf lítið og reyndist vera með harðlífi... en sveskjumaukið er komið oní maga og gerir vonandi sitt gagn
Athugasemdir
teskeið af hörfræolíu (linfro eða flaxseed á útlensku..) gerir líka sitt gagn ef Ágústi Ísleifi fer að leiðast seskjumaukið...
Elín Björk (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 18:03
tojtoj á morgun
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.1.2009 kl. 10:33
Gleðilegt ár kæra fjölskylda og gangi þér vel á morgun Lára.
Dagbjört (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:41
gangi ykkur vel á morgun, getur sent hann með lestinni og ég tek á móti hér í Odense hann getur verið með frænku sinni á slefspjalli
einnig eru apríkósur góðar eru hraðvirkari en sveskjurnar.
hils frá Odense
Dana, Gústi og co
Dana (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:33
Ekki hörfræolíu í svona lítinn mallakút
Inga (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.