9.12.2008 | 10:01
13° í eldhúsinu, fallandi
Það er nú að verða komin svolítil þreyta í kuldakvartrausið, enda meira en mánuður síðan olían kláraðist, en nú fyrst er í alvörunni kyndingarlaust því karrýgula olíuskrímslið var aftengt í gærmorgun og verið að ganga frá hitaveitutengingunum NÚNA!
En Köbenferðin var brill, mjög gott að satsa bara inn á að hafa stráksa mátulega slappan, hann svaf nánast alla helgina, drakk líka voða lítið og þurfti þar af leiðandi ekki mikið af bleiuskiptingum, við vissum varla af honum... (en mamman hafði samt stanslausar áhyggjur)
Síðan mátaði hann jólafötin þegar við komum heim:
Agalega fullorðins að vera með þverslaufu...
Athugasemdir
vá hvað hann er fínn
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:46
jiii hvað maður er sætur!
Bjargey (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:23
Mér finnst hann bara lítill Ágúst þarna, það er að segja Ágúst Ingi :)
Og jú, agalega sætur ;)
(Þarna skaut ég mig e-ð í fótinn, hey Lára litla barnið þitt er eins og maðurinn þinn, og sætt... er ég skotin í Ágústi Inga eða finnst mér hann ekki sætur og þess vegna segi ég OG sætur... Vissara að hætta að tala núna)
Dagbjört (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 17:05
Á hverju ertu, Dagbjört?
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:42
Sjarmör, maður lifandi !!
Sigga Pé (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:01
úff, vonandi fer að hlýna hjá ykkur- en mikið er litli maðurinn myndarlegur svona með þverslaufu og flottheit!
Bláu PUL buxurnar eru alveg að slá í gegn! Nýi maðurinn er svo langur og mjór að þetta eru einu buxurnar sem passa!... svo við þökkum mikið fyrir okkur.
MSN er ekki alveg mögulegt á næstunni, er í linux tölvu bóndans þessa dagana þar sem mín er biluð...
Elín Björk (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:09
þetta hefði eldri dóttir mín annars kallað að vera á samfætlunni :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.12.2008 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.