Geislavirk snuð, rafmagnsflugnaspaðar, ofurkíttispaðar, salatþeytivindur

Já allt er nú til.  Sumt býsna nauðsynlegt þó furðulegt sé. 

Nýjasta þarfaþingið á heimilinu er sjálflýsandi snuð sem er auðvelt að finna í myrkri, hefur þá skemmtilegu aukaverkun að gera barnið frekar draugalegt. 

Rafmagnsflugnaspaðinn er mjög mikilvægt heimilistæki, grillar allt frá mýflugum upp í risakóngulær með hvelli, blossa og reykjarlykt (eins og af brenndu hári). 

Ofurkíttispaðinn er risakökuspaði frá Elínu, notaður til að vippa köku t.d. yfir á fat.  Olli miklum heilabrotum þegar hann kom úr einum jólapakkanum í fyrra, reyndar merktur frá Elínu til Hauks en var samt til mín, en það er allt önnur saga, Haukur klóraði sér bara í kollinum.

Salatþeytivinda er það eina sem er ekki til á heimilinu, hugsa sér, eins og hún er nú nauðsynleg í hverju eldhúsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ananasbleytirinn. Hann er algjört möst á öllum betri (og sumum verri) heimilum.

Daníel (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 22:12

2 identicon

Já við höfum heyrt af þessum flugnaspaða en höfum ekki fjárfest í honum enn, notum inniskó og tissue en þessi spaði verður keyptur fyrir vorið

kv frá Fjóni

Dana og Gústi (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 09:43

3 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ok inniskór og tissjú, það kallar maður að bjarga sér

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 27.11.2008 kl. 11:37

4 identicon

Sjálflýsandi snuð, veitir sko ekki af, alveg væri ég til í að eiga eitt soleis!!

Guðný (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 12:24

5 identicon

Sælar ;)

Takk fyrir kveðjuna ;) Herðu fari þið heim um jólinn eða??? Ein sem er alltaf áleiðinni til ykkar;) Er alltaf að vinna þannig ég verð nú að fara finna tíma þetta gegnur ekki ;) Er í fríi á þriðjudaginn ertu heim ???

kv.Magga Sör

Magga Sør (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband