Furðulegt

Ok ekki spyrja mig af hverju ég veit allt um fæðingarorlof í Lúxemborg, en allavegana komst ég að því (fyrir tilviljun) að:

A: 8 vikur teknar fyrir fæðingu, þú mátt reyndar vinna ef þú skilar inn læknisvottorði um að þú sért hæf til þess (þveröfugt við Ísland).

B: 8 vikur eftir fæðingu skylda (mátt ekki vinna), 12 vikur ef þú ert með barnið á brjósti!

Gott og vel að hygla brjóstagjöfinni á þennan hátt, hún er vissulega ákaflega tíma- og orkufrek, en hvað með allar mömmurnar sem t.d. eru allar af vilja gerðar að hafa barnið á brjósti en það bara gengur ekki af einhverjum ástæðum, þurfa þær mæður og barn ekki á viku 8-12 að halda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband