Skammt stórra högga á milli, þ.e. stórafmælanna

Litli njóli 5 mánaða í dag og kátur með það.  Orðinn svo fullorðinn að hann kann ýmislegt fyrir sér, t.d. að sitja í bala

Lok nóv 019

Og naga á sér tærnar.  Uppgötvaði hægri fót í síðustu viku, við bíðum spennt eftir að vinstri detti inn. (Ég geri mér grein fyrir því að þetta er vissulega vinstri fótur á myndinni, ætti ég að viðurkenna að hún sé pínulítið uppstillt því fótanagið kemur ekki eftir pöntun þegar myndavélin er dregin fram.)

Lok nóv 028

Annars eru menn frekar lúnir á þessu heimili, svefninn fer þó eitthvað skánandi sem betur fer.  Ágúst smitaðist loksins af magapestinni þrautseigu og var frekar daufur um helgina, og nú er hann farinn til Kaupmannahafnar á námskeið svo ég er grasekkja út vikuna Errm.

Ég rétt svo gat dröslast á lappir í morgun eftir svona la-la nótt og farið í mömmuleikfimi kl. 10, sá samt næstum því eftir því, steig í 60% tilfella í vitlausa átt í pallaleikfiminni og missti allt sjálfstraust Tounge.

En talandi um þroska barnsins, þá hef ég hlerað í hornum að það þyki alveg agalegt hvað er mikil pressa á grey drengnum að vera settur í tónlistarskóla 4 mánaða, jesúsguðalmáttugur á þetta barn ekki að eiga neina æsku og fá að njóta þess að vera smábarn.  Ég jesúsa mig bara í staðinn yfir litlu aumingjans börnunum sem eru skikkuð í ungbarnasund rétt sloppin út úr móðurkviði og á náttúrulega ekkert fyrir þeim að liggja nema sundæfingar það sem eftir er og eintóm vonbrigði foreldranna ef þau setja ekki hvert íslandsmetið á fætur öðru.  Já svona er lífið.

Hér er Ágúst Ísleifur einmitt í tónlistarskólanum, fylgist með pabba sínum mastera hristieggið.  Þetta var ca. 5 mínútum áður en hann steinsofnaði af því að hann hafði ekki sofið almennilegan hádegislúr.  Meiri slugsinn að sofna í skólanum...

Lok nóv 025


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

!! Til lukku með 5 mánuðina duglegi frændi minn !!

Sem sagt áður en maður veit af mun Ágúst Ísleifur taka þátt í tónleikahaldi foreldra sinna ...þó finnst mér nú fram að þessu að hann hafa sýnt meiri hæfileika í ræðuhöldum en tónlistarfluttning  

kær kveðja frá 'gömlu' frænku 

Hallveig frænka (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 17:53

2 identicon

Lára mín Láttu þetta kjaftæði sem vind um eyru þjóta. Börn í dag fá nefnilega ekki

nóg af heilbrygðri örfun. Þeim er stillt upp fyrir framan sjónvarpið og þá hafa allir frið

fyrir litlu börnunum sínum og þurfa ekki að hafa neitt fyrir uppeldinu.

Þið standið ykkur best

kveðja Amma Guðný, tengdó.

Tengdó (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband