13.11.2008 | 11:03
Framhaldspúff
10 mínútum eftir síðustu færslu byrjaði stúfur að kasta upp og baukaði við það hálfa nóttina. Það skýrir líklega af hverju hann var svona grunsamlega rólegt (eðlilegt?) barn í gærkvöldi. Orðinn kátur aftur núna en frekar lufslulegur. Vona bara að við höfum ekki smitað neinn í gær
Allt annað, skuldaráðgátan í Langholtinu ekki enn ráðin, sendi Möggu og Sigurbirni sem voru skráð fyrir bréfinu póst, fékk svar frá Möggu um að hún væri nú ekki með yfirlitin við hendina en ætlaði að finna út úr þessu. Og fussum svei og fussum svei. Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að borga með mér í Langholtinu. Over min døde krop.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.