Ótrúleg afköst

Ég er að hamast við að hitta alla og fann nýja aðferð, í hvert skipti sem einhver býður mér í heimsókn býð ég einhverjum öðrum með mér.  Vona að það fæli fólk ekki frá því að bjóða mér heim.  Bauð Ólöfu með mér til Halldóru, Dagbjörtu og Ólöfu til Hauks og Adrians (nánari skýringar líklega nauðsynlegar), Auði til Gunnhildar, fór reyndar bara ein (nja með Ágústi Ísleifi) til ömmu og Guðnýjar Einars...

En hvar kemur Adrian (Elínarmaður) inn í málið? Jújú útlendingar streyma til landsins að kaupa vinnuvélar og fyrirtækið hans Adrians er einmitt vinnuvéla-kaup-og-sölu-fyrirtæki svo hann er mættur í verslunarferð.

Btw komin í Hlíðarhjallann til mömmu, minni á að ég fer á sunnudaginn svona ef einhvern langar óendanlega til að hitta mig Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er í mæðraskoðun 10:40- komin heim rúmlega 11 held ég, verð svo heima með tærnar upp í loft eftir það - endilega komdu í heimsókn ef þú hefur tíma!

Elín Björk (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband