4.11.2008 | 17:05
Hjemrejsen etc.
Við tókum niður loðhúfurnar í gær eftir að VVS-maðurinn kom og fixaði kyndinguna og tengdi við olíubrúsa í þvottahúsinu. VVS-menn halda danska þjóðfélaginu gangandi og gera allt sem þarf að gera, ég spurði gaurinn (hann Steen) hvað þetta þýddi og hann sagði "Vores Ven Steen". Hann er greinilega vinsælasti VVS-maðurinn. Hann viðurkenndi reyndar að það þýddi Vand, Ventilation og Sanitet, alls ekki eins skáldlegt. En nú eru allavegana ekki lengur 13° í eldhúsinu og við erum að vinna í því að fá blessaða hitaveituna tengda.
Að allt öðru og skemmtilegra: Vi er på vej til Island að spila konsert, en það er bara afsökun, við erum að sjálfsögðu að koma til að sýna okkur og sjá aðra. Við komum þrjú saman á fimmtudaginn (6. nóv.), tónleikarnir á sunnudagskvöld kl. 20 (skyldumæting), Ágúst fer heim á mánudeginum en við Ágúst Ísleifur förum ekki fyrr en 16. nóvember.
Og að enn öðru: Sýnishorn af hópmyndatökum:
(maður tollir nú ekki endalaust uppréttur á þessum aldri)
Athugasemdir
Mikið óskaplega eru þau sæt og fín, frændsystkinin! Hlakka til að sjá ykkur á Íslandi - skylduheimsókn auðvitað í sveitina takk !!!
Sigga Pé (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 01:23
mikið eru þetta falleg börn!
gf (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:51
Já sérstaklega strumpurinn í miðjunni
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 5.11.2008 kl. 18:35
þetta er yndislega sæt mynd af frændsystkinunum! og finnst mér gleðisvipurinn á frænda alveg magnaður - þvílíkt krútt
Hallveig (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.