1.11.2008 | 19:54
Ágúst Ísleifur étur okkur út á gaddinn
Hann þarf sosum ekkert að éta okkur ÚT á gaddinn því olían fyrir kyndinguna og heita vatnið kláraðist óvænt á fimmtudaginn og það er brunagaddur innan dyra. En hvað sem því líður þá er þetta hálffullorðna, hraðvaxandi og sísvanga barn farið að fá grautarslettu skv. hjúkkuráði. Og það er ekkert smáræði sem barnið slafrar í sig, fær velling úr 1/4 teskeið af hrísmjöli takk fyrir, tvisvar á dag. Eins gott að ég keypti kíló af méli. Þetta gerir 1/2 teskeið á dag, 3 1/2 teskeið á viku, við erum að tala um 17.5 ml af hrísmjöli á viku, púff.
En þetta með gaddinn er ekkert grín. Því var logið að okkur að olían í tanknum undir rósabeðinu mundi endast fram á vor og þá ætluðum við að fá hitaveitu í húsið, en það hefur líklega verið miðað við ársnotkun ekkils sem fór í bað fyrir jól og páska og hitaði húsið upp með pípureykingum. En þegar kyndingin brann út á fimmtudaginn hringdi ég í Horsens varmeværk og heimtaði fjernvarme med det samme af því við værum löbet tör for olie þá tók fjernvarmemaðurinn bara vel í það, en æjæj mánaðarbið. Og leiðindamál og vesen að koma kyndingunni af stað aftur, en við sjáum hvað setur. Allavegana ágætt að það gerir ekkert til að gleyma matnum á borðinu, smjörið linast ekki einu sinni.
Athugasemdir
oohh, brrr, minnir mig á fyrri veturinn okkar úti í DK, óeinangrað þakið og við báðum um ullarteppi og lopapeysur og sokka og föðurlönd í jólagjafir
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.