10.10.2008 | 07:41
Ég á afmæli í dag
Svona voru afmælisveislurnar fínar í gamla daga, rjómaterta, ístertan hennar mömmu (fræg í hverfinu, allar aðrar mömmur þurftu að hringja í mömmu og fá uppskriftina þegar börnin heimtuðu svoleiðis í sína afmælisveislu), brauð með reyktum Másvatnssilungi.
Frá vinstri Guðrún Inga, Þóra Tómasdóttir, alsælt afmælisbarn, ekki alveg viss en gæti heitið Kristín, Una.
Á myndinni til hliðar er ég eldri og þroskaðri og brosi breitt í jólapilsinu sem mamma saumaði. Ofan frá: Jórunn, Herdís, Arnar frændi, Ásta Guðlaug, Lára Kristín frænka, Jóna sýnist mér hálf á bakvið, Kristín, Sonja, Erna, Rósa, ég og Guðrún Lilja.
Stefni á að bjóða öllum sem ég þekki í Horsens í afmælisköku á morgun, það verður aldeilis fjölmennt . Gott að Hallveig mætti með lestinni frá Belgíu í gærkvöldi til að fylla upp í veisluna...
Athugasemdir
Til hamingju með daginn, hafið það gott í dag.
Helga Rún (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:49
Til hamingju með afmælið frænka mín kær - ef kílómetrarnir til Horsens væru bara aaaðeins færri myndi ég mögulega freistast til að fara á milli landa í þeirri von að fá köku. Hugsanlega ef þú kemur á móti mér með sneið, kannski ca. til Færeyja ...? En ó jæja. Hafðu það sem allra best í dag og alla daga, bið að heilsa Ágústunum!
-Þóra.
Þóra Ingvarsdóttir, 10.10.2008 kl. 09:23
Til hamingju!
Einsi
Einar Clausen (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:49
Hjartanlega til hamingju með daginn Lára, láttu nú gaurana þína knúsa þig frá mér hehehehe. Hafðu það gott og vonandi færðu einhverja góða köku í dag.
Knús og kossar héðan úr ruglinu, luv Hulda
Hulda Sig. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 10:37
Til hamingju með afmælið. Bestu kveðjur frá Akureyri.
Dedda og Aðalheiður
Elín Aradóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:20
Til hamingju! Karitas biður að heilsa, hún er mánaðargömul í dag. Við erum búin að nota daginn vel að kenna henni afmælissönginn ;)
Guðný (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:35
Til hamingju með daginn!
Elín Björk (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 16:03
Til hamingju með daginn :D
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 10.10.2008 kl. 16:43
Elsku tengdadóttir, hjartanlega til hamingju með daginn.
Kem með afmælisgjöfina þann 23. Vonandi fæ ég kökusneið
kveðja tengdó
Hallveig Guðný Kolsöe (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 19:51
Hjartanlegar hamingjuóskir, biðjum að heilsa Hallveigu!
gf&só (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:12
"gæti heitið Kristín" heitir Möll
Elín (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:51
aaa... hafði dottið Kristín Mjöll í hug en vissi að það er allt önnur manneskja
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 15.10.2008 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.