9.10.2008 | 07:45
Svarið við gátunni
7 (síns eigins) puttar, 4 hægri og 3 vinstri. Hafði ekki spáð í flóknari samsetningar með fingrum foreldranna. Hins vegar kemur hann auðveldlega upp í sig einu brjósti og einum litlum vísifingri, er býsna fljótur að lauma fingrinum ef mamman fylgist ekki með.
P.S. er aum í skrokknum eftir kellingaleikfimina, álíka neyðarlegt og að vera rúmliggjandi eftir morgunleikfimi með Halldóru Björns.
Athugasemdir
KRÚTT!!! Þú verður farin að spæna upp malbikið í allri Danmörku innan tíðar ef ég þekki þig rétt. Svo er líka allt í lagi að fara í svona kellingaleikfimi, þú færð þá ekki álagsmeiðsl á meðan og dettur ekki af hjólbaki.
Dagbjört (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:29
duglegur strákur
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:38
Æ hvað maður er sætur!
Þetta er kannski ágæt aðferð við að hita upp fingurna fyrir spilamennsku??
Guðný (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:39
hahahahahahahaha :-D Þessi mynd er yndisleg!! Rosa flottur strákur og ég held að Guðný hérna á undan hafi rétt fyrir sér. þetta er örugglega mjög góð upphitunar aðferð, þið ágúst gætuð kannski tekið hann til fyrirmyndar í þessum málum :)
Sólbjörg Björnsdóttir, 10.10.2008 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.