8.10.2008 | 19:20
Ó hve létt er þitt skóhljóð
Lára litla lipurtá sveif um göturnar í Horsens fyrir klukkan 9 í morgun takk fyrir, skokkandi með hjólavagninn (það fylgdi nebla líka "nefhjól" til að breyta vagninum í hlaupavagn). Og hvað var ég að gera? Ég var á leiðinni í kjedddlingaleikfimi, gerði mér reyndar ekki alveg grein fyrir því fyrirfram, skráði mig bara í tíma í ræktinni sem ein í mömmuleikfiminni sagði að væri ekkert mál að taka krútt með í því það væri fámennt og lágstillt tónlist, og síðan gerði ég Pilates-líkar æfingar með að ég held gymnastikkdeild kvenfélagsins, nokkur grá hár. En var bara ljómandi fínt.
Hins vegar var ekki létt í mér hljóðið þegar Æslander hringdi í mig í annað skiptið til að breyta flugi, ég flýg til Íslands í nóvember og desember og núna er búið að breyta 3 flugum af 4. Var búin að kaupa lestarmiða fyrir nóvemberferðina, þarf að kaupa nýja (660 DKR) fyrir aðra leiðina því fluginu til Íslands var flýtt um 2 tíma og bíða svo aukalega 3 tíma á Kastrup ein með strákinn á bakaleiðinni, ekki glöð. Reyndi ekkert að leyna því í símann áðan.
Og svo er gáta, hvað getur Ágúst Ísleifur troðið mörgum puttum upp í sig í einu?
Athugasemdir
Svar: 6 putta; 4 af sjálfum sér og 2 af þér.
Einar Clausen (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:07
Ég segi 4 litla krúttlega putta af sér, eða 2 pabba putta.
Hallveig (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:38
Hann getur ábyggilega komið hnefanum upp í sig núna!
Í öðrum fréttum þá bakaði ég guðdómlegu súkkulaðikökuna hennar systur þinnar í dag (bara varð allt í einu að fá súkkulaðiköku) , notaði spelt, agave sýróp og sojamjólk í stað hveitis, sykurs og súrmjólkur og kakan er ekkert verri fyrir vikið!
Takk fyrir uppskriftina - nú væri voða gaman að fá uppskriftina að heita réttinum úr skírnarveislunni :-)
-Kveðja af Þjórsárgötunni.
Elín Björk (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:39
Mikið er nú gaman að þessu elskan. Ég öfinda ykur af að vera í Danmörku það er yndislegt land.
Bumba, 9.10.2008 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.