6.10.2008 | 10:45
Ágúst Ísleifur skoðar litla strákinn í speglinum
Nýtt líf í Lindeparken eftir að barnið fór að sofa í vagninum sínum. Setti hann m.a.s. vakandi út áðan, hljóp inn að gera eitthvað og ætlaði síðan að vagga honum í svefn, en (úbs) gleymdi barninu og það sofnaði sjálft... Hamast síðan við að nýta tímann sem best meðan hann sefur (hóst, hvað er ég þá að gera í tölvunni?).
Er algjör fyrirmyndarmóðir í dag greinilega, var að búa okkur mæðgin undir átök í morgun (þ.e. gera okkur klár fyrir leikfimi) og skildi ekki hvað Ágúst Ísleifur var önugur (svona krakki, vertu þægur og hættu að vola), heillengi að fatta að ég var að gleyma að gefa barninu að drekka
Við skulum bara gleðjast yfir að ég mundi að taka hann með í leikfimina og heim aftur. Rámar í að hafa heyrt að það hafi áhrif á vitræna frammistöðu að fá ekki samfelldan nætursvefn.
Athugasemdir
Æ hvað maður er nú orðinn stór og mannalegur!! Þetta bara ríkur áfram, manni verður boðið í fermingu áður enn maður veit af hehehehe. Heyri að það er nóg að gera á heimilinu. Vonandi hittir maður ykkur þegar þið komið á klakann. Knús og kossar héðan. Luv Hulda (pínulítið frænka)
Hulda Sig. (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:46
Hæ. Mér finnst virkilega gaman að fylgjast með ykkur. Hann er nú meiri rúsínan, snáðinn ykkar! Svipmikill og myndarlegur. Þetta(ð) er bara dásamlegt. :o)
P.s.: Ég keypti mér racer í Hollandi í sumar. Hann er af gerðinni Koga Miyata,"Granwinner", handsmíðað í Hollandi, Shimano 105 "grúppa". Dásamlegt verkfæri. Beztu kveðjur.
Einsi
Einar Clausen (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:34
Til hamingju með racerinn Einsi!!!!! Nýtt líf ekki satt . Og Hulda þú sleppur varla við að hitta okkur... Já og fermingarveislan verður kl 15 árið 2022, dagsetning óákveðin.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 7.10.2008 kl. 07:15
Takk, Lára! Nýtt líf, svo sannarlega! Maður kemst talsvert hraðar yfir en áður, þegar á þarf að halda!
Ég vonast til þess að eiga heimangengt á orgeltónleika 9. nóvember í Langholtskirkju og hlakka til þeirra.
Einsi
Einar Clausen (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.