Góður þessi...

Mig dreymdi að ég náði svo góðum árangri í sundkeppni (óóótrúlegur lokasprettur hjá mér) að ég ákvað að drífa í að fara að æfa þríþraut (hjól, sund og hlaup). Stúderaði m.a.s. æfingaplanið í sundhöllinni í Horsens í nótt og sá líka að það var barnapössun á miðvikudögum, mjög hentugt.

Þetta væri kannski ekki svo vitlaust ef ég væri ekki svona arfaléleg að synda og hefði alltaf verið.  Ég hef aðeins einu sinni á ævinni tekið þátt í "opinberri" sundkeppni, það var fyrir ca. 20 árum þegar ég var í sumarbúðum í Hlíðardalsskóla með Ástu Guðlaugu vinkonu minni.  Þar var margt til gamans gert, þ.á.m. blessuð sundkeppnin.  Ekki nóg með að ég væri minnst í öllum hópnum heldur virtust allir aðrir en ég kunn að synda með hausinn í kafi.  Ég vildi ekki minni vera í þeim efnum, synti samviskusamlega í kafi en þurfti að halda fyrir nefið svo ég hafði aðeins not af annarri höndinni til sunds.  Ég var ááááákaflega síðust í mark.

img152

Sem betur fer voru líka iðkaðar aðrar greinar þar sem hæfileikar mínir nutu sín betur.  Til dæmis var æfður bjöllukór fyrir lokaskemmtunina (þegar foreldrarnir mættu og tóku þessa mynd af okkur Ástu) og Meistari Jakob hefði alls ekki notið sín svona vel ef ég hefði ekki spilað F-ið af innlifun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo býrðu líka vel að öllum skokkferðunum okkar í Fossvogsdalinn

Sibba (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Loooooooooooooooooooooong tæm agó

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 18.9.2008 kl. 11:39

3 identicon

Hehe.. minnir mig á þegar ég keppti á mínu fyrsta sundmóti 11 ára gömul eftir að hafa æft sund í 3 mánuði, átti ekki einu sinni íþróttagalla og var því í bláum rifflaflauelsbuxum á mótinu. Ég var langsíðust í mínum riðli og var eitthvað að bera mig aumlega við pabba á eftir.  Hann hugsaði sig aðeins um og sagði svo: Ja, þú varst kannski síðust en það var alveg greinilegt að þú vandaðir þig langmest!

Ólöf ei lengur skólöf (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband