Sjálfsvorkunn

Afi Ágúst og Hallveig ág.08 017Lasin og eftir því ljúf í skapinu eða þannig.  Eins gott að barnið er þægt því mamman nennir ekki að sinna því.  Brúnin á mér lyftist þó aðeins við að moka í mig kexi með geitasmurosti og hugsa til Hallveigar í leiðinni (hún er ekki þekkt fyrir aðdáun á geitaafurðum). 

Hér er einmitt ein mynd frá því að Hallveig heimsótti okkur þegar Ágúst Ísleifur var lítill:

 

 

 1

 

Einu sinni var strákurinn líka svooona lítill, þessar myndir voru teknar um verslunarmannahelgina í Borgarfirði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3

 

 

Annars finnst mér hann enn þá pínulítill, en fötin hans eru samt farin að minnka töluvert og hann er hrikalegur hlunkur þ.e. þungt í honum pundið.

 

 

 

 

En svo ég taki aftur upp sjálfsvorkunnar-/kvartþráðinn þá ætla ég að lýsa frati á dönsku veðurstofuna, þeir ættu að flytja inn nokkra íslenska belgingsfræðinga.  Kemur bara sól þegar er spáð rigningu og öfugt.  Þetta með sólina er þó mun minna svekkjandi en hitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband