9.9.2008 | 17:51
Ágúst Ísleifur eignaðist nýja vini
Fyrsti mömmugengishittingurinn var í dag (sbr. fyrri færslu um að hjúkkur komi mæðrum saman í mödregrupper). Strákarnir voru kátir að kynnast og fóru í gubbukeppni. Frederik (lengst til vinstri) stóð sig vel og er eins og sést með spýjuna á neðri vörinni, en varð þó að lúta í lægra haldi fyrir Otto (lengst til hægri) sem var mun öflugri, bæði í magni og fjölda atrenna. Frederik fékk samt bónusstig fyrir að reyna að líkja eftir Agli Skallagrímssyni, hann miðaði upp í son minn en dreif því miður ekki. Skemmst er síðan frá því að segja að Ágúst Ísleifur skíttapaði með aðeins einni gusu. Fjórði pilturinn, Ásgeir Elí (íslenskur eins og nafnið ber með sér), var farinn þegar keppnin var háð og fær því engin stig. Hann átti samt góða spretti í orgkeppninni.
Athugasemdir
Vá hvað þeir eru mikil krútt!!! Og hrikalega gaman að sjá hvað Ágúst Ísleifur er íbygginn (rétt skrifað? er ekki með sjónminni á þetta því ég held svei mér þá að ég hafi aldrei skrifað þetta orð áður) á svip :D Greinilega mikill hugsuður þarna á ferð.
Dagbjört (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:11
tek undir með síðasta ræðumanni:
KRÚÚÚÚÚÚTTT !
Sigga (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:12
Mér finnst minn frændi krúttaðastur
Bæðevei, er að fara malla saman í eina gómsæta gúmmelaði köku...mmm!!! ...fann þó ekki súrmjólk, svo jógúrt verður að duga, og eins gott að það standi sig því mig langar í góða köku
Hallveig (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:06
haha ég elska að lesa síðuna þína, eitt af fáum mömmubloggum sem er actually fyndið :) híhí.. you go girl
Lovísa (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.