Det er så gammen at synge sammen

Eða það finnst Dönunum allavegana, samsöngur á nærri öllum tónleikum sem ég hef farið á og messusöngurinn svakalegur síðasta sunnudag.  Svo spilaði ég í brúðkaupum í dag þar sem var ekkert kjaftæðis ónlí lov og jesterdei heldur "bara" fjórir feitir sálmar úr sálmabókinni í almennum söng, sá stysti ekki nema 5 vers en lengsti 10.  Og í uppáhaldsbrúðkaupssálmnum þeirra er einmitt þessi staðhæfing að það sé svo gammen at synge sammen, og það í hverju einasta versi (og já nóg af versunum).

Rifjast þá upp fyrir mér brúðkaup eitt sem ég spilaði í á Íslandi, brúðguminn hringdi og ræddi tónlistarval, sagði að presturinn vildi endilega hafa einhvern sálm og ok ef ég bara veldi sálm og spilaði.  Ég spurði hvort hann/þau hefðu enga skoðun og reyndi eitthvað að ræða málin, enginn áhugi á þeim bæ, "þú bara velur eitthvað og málið er dautt".  Mér var skapi næst að rukka tvöfalt út af pirringi... 

Við Ágúst erum kannski obbolitlir Danir í okkur hvað sönggleðina snertir, t.d. þegar við horfðum á konunglega brúðkaupið í vor (æ hvor prinsinn var það) sungum við hástöfum með, textinn var að sjálfsögðu á skjánum til heimabrúks.  Saknaði nú skjátexta þegar ég fylgdist með jarðarför Sigurbjörns biskups í dag, ekki heldur ómerkilegir textar þar á ferð, meira og minna allt sálmar eftir hann.  Það held ég nú að sálmabókin væri fátæklegri ef hans hefði ekki notið við.  Svo ekki sé minnst á lögin hans Þorkels við marga sálmana, margir margir gullmolar.

Og já var að finna brettið á hjólið, en það er á efstu hillu og ég get ekki teygt mig upp með stráksa í sjalinu, og braut á mér tánögl við að bauka inn í geymslu, en það er ekki í frásögur færandi.  Ég lenti reyndar í þeim ósóma að hjóla heim á hjólinu hans Ágústar í dag og það var aaaagalegt.  Ágúst fór nefnilega heim á mínu hjóli með Ágúst Ísleif í hjólavagninum og skildi mig eftir í súpunni (að spila brullaupin) með hans hjól með alltof háum hnakki og ónýtum gírum!  Hefur ábyggilega verið kómískt að horfa á mig reyna að hjóla standandi í fáránlega lágum gír, reyndi líka að sitja á hnakknum og teygja mig niður á pedalana með því að vagga mér svolítið...  Kannski ég fari líka að reyna að laga gírana og já hugsanlega að setja frambretti á BÆÐI hjólin (það var rigning í dag).  Er svo að íhuga mjög sterklega að splæsa í aukafestingu fyrir hjólavagninn á Ágústarhjól svo ég lendi ekki svona ósköpum.

Hætt að röfla um söng og hjól, set í staðinn inn gamlar jólamyndir, andlegur undirbúningur fyrir jólaheimferðina.  Hér eru Haukur og Ágúst að taka samtímis upp jólagjöfina hvor frá öðrum, sömu bókina eftir Hugleik Dagsson.

Árið 2007 027

Hallveig og Ágúst þvílíkt ánægð með jólabúðinginn

Árið 2007 031

Húsmóðirin á Sjafnargötunni bísperrt í jólakjólnum og demantasokkabuxunum.  Þess má til gamans geta að fólk var byrjað fyrir jól að pota í magann á mér og þykjast sjá móta fyrir Ágústi Ísleifi.  Mér finnst hann nú ekki sjást vel á þessari mynd, en það getur alveg verið að ég hafi haldið maganum inni...

Árið 2007 036


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er miklu skemmtilegra að lesa bloggggið þitt en að horfa á sjónvarpið.

 Ég hreinlega tárast af hlátri Lára mín.    Þú ert efni í góðan brandara (rit)höfund. Takk fyrir skemmtunina.

Kveðja tengdó

Hallveig Guðný Kolsöe (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 20:51

2 identicon

Haha ég dó næstum af hlátri í brúðkaupi í sumar þar sem þetta lag "det er sa gammen..." var sungið!!! Hef notað þetta óspart síðan við öll tækifæri

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:42

3 identicon

Ég get ekki annað en hnotið um eitt atriði í bloggfærslum þínum, Lára.  Það er sú staðreynd að þú vitnar í sjónvarpsdagskrá. Er televísíon á heimilinu?  Er hægt að tala við Ágúst á meðan kveikt er á því?

Eyþór (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Uss nei, ekkert sjónvarp, enda væri Ágúst þá ekki að fara að halda tónleika .  Horfum þó á stórviðburði í arfalélegri grafík á netinu, tókst samt ekki að sjá silfurleikinn góða svo ég þurfti að fara niðrí bæ, en við töpuðum samt.

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.9.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband