5.9.2008 | 10:26
Vííí!!!! Verðum á Íslandi um jólin!!!
Ágúst datt í lukkupottinn og fékk frí um jólin og við bókuðum flugin í hvelli, ég kem 13. desember og Ágúst 21., förum svo saman hjem igen 29. des. Það verður ábyggilega mikið stuð á Íslandi því þær systur Selma og Vala ætla að halda uppi fjöri og passa litla frænda sinn . Ég nota að sjálfsögðu ferðina og spila á Jólasöngvunum með Kór Langholtskirkju og í miðnæturmessu á aðfangadagskvöld að ævafornum sið.
Og svo erum við barasta líka á heimleið í nóvember að halda orgeltónleika, Jónsi heimtaði "hjóna-orgeltónleika" en spurning hvort náist að þjálfa Ágúst Ísleif svo þetta geti orðið fjölskyldutónleikar . 9. nóvember kl. 20, setja það í dagbækurnar.
Svo er reyndar best að ég fari að drösla okkur mæðginum niður í bæ að undirbúa sosum eins og tvö brúðkaup í Klosterkirken á morgun, ég er gjörsamlega að raða inn giggunum (bíddunúvið er ég ekki í fæðingarorlofi?).
Athugasemdir
Uss, hvaða vitleysa, fæðingarorlof er bara fyrir letingja! Alvöru fólk vinnur 21 tíma á sólarhring, börnin verða að kunna að bjarga sér frá 3ja mánaða aldri. Það herðir þau bara.
Daníel (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 10:44
Snilld snilld maður, - þú gætir hitt á innflutningspartí í nóvember semsagt !!
Sigga (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.