4.9.2008 | 14:13
Stundum kemur slóðaskapurinn í bakið á manni
en stundum kemur hann líka bara beint in jor feis. Ágúst var búinn að biðja mig um að finna frambrettið á hjólið mitt (hann notaði það þangað til ég púslaði hans saman fyrir skemmstu) en ég var of löt til að leita almennilega. Svo ákvað ég að besta leiðin til að svæfa drenginn og skemmta sjálfri mér í leiðinni væri að fara í laaaangan hjólatúr, en það kom steypiregn, og vatnið óx og óx. Ekkert bretti - bunan í andlitið. Og sofnaði drengurinn? Jújú, eftir 51 mínútu. Og vaknaði þegar við komum heim 10 mínútum síðar aaaaaaarrrrrggggg.....
Athugasemdir
Svona er mömmulífið kæra tengdadóttir
Hallveig Guðný Kolsöe (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 20:56
já jújú, og stundum kemur slóðaskapurinn líka beint í andlitið á manni ...en enginn er verri þó hann vökni, svo lengi sem litlir strákar ekki vakni
og? er brettið komið á hjólið???
með kærri kveðju frá Gent!
Hallveig (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.