27.8.2008 | 13:26
Lahahahangbesta súkkulaðikakan og lahahahangflottustu feðgarnir
Stráksi sprækur aftur eins og sést:
Og súkkulaðikakan góða frá Elínu:
Skúffukaka
175 g lint smjör
2 egg
4 ½ dl sykur
4 ½ dl hveiti
1 dl dökkt kakó
2 dl súrmjólk
1 ½ dl kalt vatn
1 tsk salt
3 tsk vanillusykur
1 tsk matarsódi
½ tsk lyftiduft
Allt sett í skál og þeytt saman í hrærivél. Bakað í smurðri skúffu í miðjum ofni í 20 til 30 mínútur við 200 gráðu yfir- og undirhita.
Krem
100 g brætt smjör
250 g flórsykur (ca. 6 dl)
1 bolli expresso
3 ½ msk dökkt kakó
Kaffi og kakói hrært saman við smjörið og flórsykurinn og þynnt með vatni ef þurfa þykir. Kreminu smurt á kökuna og skreytt með kókosmjöli, skrautsykri eða því sem hentar hverju tilefni.
Athugasemdir
Elín býr til prýðilega köku, en það er samt engin ástæða til að ellta þetta krem hennar. Brætt dökkt súkkulaðið 9/10 á móti smjöri 1/10, gerir það sem gera þarf.
Haukur (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 18:40
mmm...TAKK
Og alveg æðisleg mynd af Ágústunum þínum !!! svona líka ofboðlega sætt bros á litla frænda mínum
Hallveig (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:50
Þetta eru fallegustu brosmyndir sem sést hafa í langan tíma
Kveðja amma Guðný
Amma Guðný (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:28
Frábær mynd af feðgum!!! Luv Hulda ;o)
Hulda Sig. (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 08:18
Myndarlegir feðgar:) svo ég tali nú ekki um girnilega súkkulaðiköku:) En þar sem átak er í gangi á heimilinu þá geymi ég það að búa hana til þar til síðar:) Hafið það gott kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 29.8.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.