25.8.2008 | 12:59
Litli kútur lasinn og langömmuafmæli
Ágúst Ísleifur virðist hafa nælt sér í einhvers konar gubbupest , kastaði heil ósköp upp í nótt og mamman þorði varla að sofna, síðan hefur bara komið ein gusa eftir morgunmatinn og við vonum að þetta sé búið. Við mæðgin kúrum bara uppí rúmi og litli Ísleifur sefur og sefur.
En langamma Ágústar Ísleifs (amma í Barmahlíð / Lára amma) er í fínu formi og 95 ára í dag. Það verður afmæliskaffi á Hrafnistu og hún fær ljómandi fallega mynd í ramma í afmælisgjöf frá fjölskyldunni í Lindeparken, getiði hver er á myndinni...
Hér erum við Lárurnar, ég sem Kolbeinn ungi held ég (úr Þórðar sögu Kakala, áhrif frá Hauki bró)
Ég hafði ekki neitt sérstaklega gaman af þessum myndatökum.
Amma fylgdist alltaf grannt með tónlistarferlinum, hún og pabbi kenndu okkur systkininum fyrstu lögin á píanóið og amma gamla spilar enn sjálf á gamla píanóið úr Fögrubrekkunni þar sem það stendur í herberginu hennar á Hrafnistu. Seinni myndin er frá burtfararprófstónleikunum mínum frá Söngskólanum 2004, amma lék við hvurn sinn fingur og hélt þrusuræðu!
Svo í kaupbæti tvær myndir með ömmu á Brún sem lést fyrir bráðum átta árum, hætti aldrei að sakna hennar. Ég er í uppáhaldsjogginggallanum á báðum myndum...
Athugasemdir
Til hamingju med ömmu Láru langömmu afmælið í gær! þetta er mjög skemmtileg myndasería hjá þér í tilefni dagsins.
Og hvað litla kút, er hann orðinn frískur og kátur og til í halakörtusund með mömmu sinni? Hvernig var það, réðst það af þínum, eða hans sundkröftum í hvaða flokk þið voruð sett...?
Heyrðu annars mágkona og súkkulaðigerðarkona góð! Má ég fá hjá þér uppskriftina að yndislega gómsætu gúmmelaði súkkulaðikökunni þinni???
Ég bið að heilsa Ágúst Inga og Ísleifi!!
Hallveig (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 14:54
Sæl og blessuð
Fínar langömmumyndir. Varstu búin að átta þig á að 3. nóv. næstkomandi hefði amma á Brún orðið níræð? Bestu kveðjur EA
Dedda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:39
Hæ, mikið eru ömmu myndirnar fínar og sérstaklega myndirna af litla krúttinu í joggingallanum.
Kær kveðja tengdó
Tengdó (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.