15.8.2008 | 12:23
Brjálað stuð!
Nóhóhóg að gera í Lindeparken þessa dagana! Tókum sem fyrr segir tengdapabba með út og hann fær aldeilis að vinna fyrir matnum sínum . Komið parket og málning á svefnherbergið og ganginn og núna er baðinnréttingin að fara að galdrast upp. Fengum líka liðsauka þegar Hallvegi systir Ágústar hoppaði upp í lestina frá Belgíu og var hjá okkur í nokkra daga. Heimilið er reyndar algjörlega í rúst, hálfsamsettar innréttingar og parketbútar út um allt ásamt almennu drasli púff. Bættist líka svo mikið inn á heimilið þegar við fórum í svakalegustu IKEA-ferð sem um getur til Árósa. Einhvern veginn tókst okkur að komast heim á einum (bílaleigu-)bíl með þrjá Ágústa, eina mömmu, svefnsófa, baðinnréttingu og heeeellling til viðbótar. Segi ekki að það hafi farið vel um mig með annað lærið klemmt utan í bílstól og hitt í borðplötunni á innréttinguna.
Smá sýnishorn af því hvað allir eru duglegir:
Ég hef farið á kostum við að hjóla heim með það sem vantar, skrýtnasta hugmyndin var kannski að kaupa vask í hinum enda bæjarins og hjóla heim með hann á bakinu á racernum (í hellirigningu), líka dáldið gaman að hjóla heim með gólflista (búin að skipta um föt og líka búið að stytta upp)
En aðalmaðurinn á heimilinu er að sjálfsögðu Ágúst Ísleifur, og það fer umtalsverður tími í að sinna honum, þó að sem betur fer verði hann syfjaður og leggi sig inn á milli... (Hallveig frænka tók þessar flottu myndir)
Svo hefur hann líka náð talsverðri færni á leikteppinu.
Hann fer líka á kostum í nýja baðbalanum (úr IKEA að sjálfsögðu)
En nú er svangur drengur farinn að kalla á mömmu sína, yfir og út.
Athugasemdir
Hæ hæ, rosalega eruð þið dugleg. Baráttukveðjur.
Hel nú barasta líka að Ágúst jr. jr. verði nú sætari með hverjum deginum. Einnig farinn að koma smá Láru svipur á hann
Jóna A Pálmadóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:37
Það er aldeilis myndarskapur á bænum Mikið hlakka ég til að gera úttekt á nýju híbýlunum
Lillinn sætur og fínn sem fyrr - - klárlega Láru- og Ágústsson!!
P.s. mikið svakalega var gaman að sjá ykkur um daginn
kossar & knús
Sigga Pé (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:18
Vá, allt í gangi í Horsens!
Og mikið er hann ÁÍ sætur.
En 2 spurningar...er mið-Ágúst búinn að fara í laseraðgerð og af hverju er mynd af rassinum á húsmóðurinni?
Halldóra V (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 12:58
hæ skvís;)
Þú ert nú ekki smá flott á þer að hjóla um alla trissu og hvað þá með auka hluti í hendinni ;) hehehe
En jæja núna fer ég að koma strákarnir mínir eru komnir í skólan þannig að það er allt að komast í rétt ról hjá okkur ;)
Bestu kveðjur
Magga Sör
Magga Sör (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 09:11
Miðað við endalausar myndbirtingar af Águsti yngsta, mætti ætla að foreldrunum þætti nokkuð í hann varið.
Haukur (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 00:02
Hæ hæ, gaman að fá að sjá myndirnar af ykkur öllum :o) pilturinn er hinn myndarlegasti.
Lára? hvar voru múmínbollarnir keyptir?
kveðja, Halldóra Æsa
Halldóra Æsa (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:32
I Finnlandi ovkors! Hef samt sed tha a Islandi, gæti hafa verid i Villeroy&Boch. Og Halldóra hin, finnst ther thetta ekki ágætis rass? ;) Og já, thad vantar vissulega gleraugun a mid-Àgústinn...
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 20.8.2008 kl. 10:13
Jæææææjaaaaa: Nýjar myndir takk !!!
xxx
Sigga Pé (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.