Eins gott að ég bakaði tvær kökur

Ekki af því að hafi komið svona margir í afmælið í gær heldur af því að það er líka afmæli í dag, við eigum nefnilega hugsihugsihugs þriggja ára brúðkaupsafmæli held ég í dag.  Hljóta allavegana að vera nokkuð mörg ár úr því að ég man það ekki.  Erum nú ekki vön að halda neitt sérstaklega hátíðlega upp á brúðkaupsafmælið, eins árs afmælinu var fagnað með því að sofa eins og grjót á hóteli á Heathrow eftir seinkanir og rugl á flugferðum frá Kathmandu gegnum Oman. Í fyrra rétt svo hittumst við, Ágúst að koma frá útlöndum minnir mig og ég rauk að morgni afmælisdags í fyrstu ferðina mína með Þjóðverjana blessaða yfir Arnarvatnsheiði.  En í dag fengum við a.m.k. köku, hún er að verða búin, það þýðir 1/2 kaka á mann.

En að allt öðru, það var enginn búinn að vara mig við því að "ég" hætti að vera til þegar barn kæmi til sögunnar.  Í öllum samtölum við Ágúst Ísleif nota ég annað hvort 2. persónu eintölu (Mamma) eða 1. persónu fleirtölu (við).  Dæmigert samtal:

Barn: Vaaaaaa.....

Móðir: Æjæjæj erum við búin að gera í brækurnar, á Mamma að skipta á þér?

Barn: Vaaaaaa....

Móðir: Nú skulum við koma á skiptiborðið, komdu til Mömmu

Barn: Vaaaaaa....

Ágúst Ísleifur er ekki farinn að gera greinarmun á persónum og tölum enn þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Lára mín þið eigið þriggja ára brúðkaupsafmæli í dag. Til hamingju með daginn bæði tvö

Svona fer fyrir okkur er við verðum mæður Lára mín, velkomin í hópinn. Reyndar er ég búin að endur heimta mína fyrstu persónu ,,Ég"

ammakisa (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 20:56

2 identicon

Svo kemur líka sá dagur þegar enginn sér mann!!  Barni er heilsað með mikilli viðhöfn, mússí múss og knúsí knús, síðar heyrist "heyrðu, ég var ekki búin að heilsa þér"  

Innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið, 3 ár ku vera leðurbrúðkaup

Sibba (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:31

3 identicon

Til hamingju með afmælin! Má bjóða ykkur vagn að láni á meðan á Íslandsdvöl stendur? Okkar stendur amk. til boða.

 Kveðja,
Elín Björk.

Elín Björk (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Úúú... vagn hljómar alls ekki illa! En rosalega klikkaði ég illa að gefa ekki Ágústi lederhosen í tilefni leðurbrúðkaups

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 17.7.2008 kl. 08:12

5 identicon

Þú ert dásamlega fyndin Lára. Takk fyrir að bjarga deginum mínum.

orgelstelpa (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband