Haukur seigur!

Haukur bróðir gerði sér lítið fyrir og hljóp Laugaveginn á 7:18:02!!!!!  Reyndar er haugalygi að hann hafi gert sér lítið fyrir, hann segist aldrei hafa misboðið líkama sínum jafn hrottalega...

En nú stefnum við bæði á Glerárdalshringinn næsta sumar, ætli mér takist að ná af mér barnaspikinu og hrista Hauk af mér upp 24 tinda?? Mér er reyndar strax farið að fara fram á hjólinu, tók t.d. fram úr einum gömlum manni í gær.

Er mikið að skoða hjólavagna á netinu svo Ágúst Ísleifur komist sem fyrst í skemmtiferðir með móður sinni, hann hefði haft gaman af að sjá dádýrið og fasanann sem ég sá í skóginum áðan (ef hann væri talsvert eldri og hefði vit á að hafa gaman að einhverju).

Annars fer uppeldishlutverki okkar foreldrana fljótlega að ljúka, við erum nefnilega búin að taka fram leikteppið sem við gáfum upphaflega Hlöðveri frænda en hann var fús til að lána litla frænda sínum.  Leikteppið er þeim undrum búið að innihalda "17 developmental activities" svo drengurinn þarf varla neitt meira.  Jú við skiptum á honum og fóðrum hann.

IMG_0483[1]

Ágúst Ísleifur þyrfti reyndar kannski að vera vakandi til að öll þessi developmental activities virki almennilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alltaf að fylgjast með og kvitta því fyrir mig. Algjörlega yndislegur þessi drengur:) Um að gera að skilja hann sem mest eftir á þessu teppi, hann verður snillingur fyrir vikið

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:12

2 identicon

mús !!   kossar og knús!!

Sigga Pé (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:49

3 identicon

Ég tek ofangreindar athugasemdir til mín!

Mús, kossar og knús til baka! 

http://www.hlaup.is/myndir/Laugavegur2008/LAU2008_Hluti_3/target9.html

Haukur (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:25

4 identicon

Svo þurfið þið nú líka að spila snillingatónlist fyrir barnið. Það má ekki gleyma því.

Dagbjört (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband