10.7.2008 | 10:35
Algjörlega slakur
En spurt er: Af hverju eru engar myndir af drengnum í mömmufangi?
Svar: Gott veður og brjóstagjöf veldur því að móðirin er ekki alltaf nógu siðsamlega klædd, þarf að skella í eina uppstillta mynd í fötum fljótlega...
Athugasemdir
En dásamlegar myndir. Lára mín þér er fyrirgefið. Kanski nær maður mynd af ykkur er þið komið heim.
ammakisa (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:02
Sá er myndarlegur.
Það gleður mig að þú skulir vera farin að reykspóla um allt á nýjan leik. Þú gefur þér nú tíma til þess að veifa "í mig" (eins og sagt er á Agureyri og kannski víðar; ég lærði þetta þegar ég dvaldi þar um nokkurra ára skeið. Ég lærði þar reyndar líka að "tala í áttum", nokkuð sem mér finnst reyndar fullkomlega sniðugt, "skyldugt og mjög hjálpsamlegt". Nú er ég kannski hugsanlega "aaaðeins" kominn út fyrir efnið en ég treysti þínum ofvirka heila fullkomlega til þess að skilja málið, pardonnez ma bulgarian, s'il vous plait...)aaaanyhew, ef þú sérð mann í "Ali Baba"- pilsi á Giant xtc eða Cannondale CAD 2 á höfuðborgarsvæðinu þá veifarðu bara.
P.s.: Hafsteinn Ægir er eins og rautt strik um allar trissur á rauða Trek-racernum sínum, innan bæjar og utan. Væri ég ca. 15-20 árum yngri þá væri hann að elta mig...

Nóg af gírkassakjaftæði í bili.
Hafið það sem best
Einar Clausen (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 12:50
Sæl verið þið öll. Hjartanlega til hamingju með litla drenginn. Hann er yndislega fallegur og nafnið fallegt. Hafið það sem allra best. Kær kveðja frá Unu, Óskari og börnum á Akureyri.
Elín Una (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:55
Sæl Lára og Ái,
Var hugsað til ykkar og hvort barnið væri ekki komið í heiminn því mig minnti að það ætti að vera í júlí. Kíkti á síðuna og viti menn, þessi líka myndarlegi drengur fæddur með þetta fallega nafn. Innilega til hamingju með frumburðinn. Þetta er æðislegur tími en jafnframt pínu erfiður svona fyrst á meðan allir eru að átta sig á nýjum hlutverkum í lífinu. Gangi ykkur sem allra best. Kveðja, Sonja (Smávinur)
Sonja (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 21:34
Herdís Hekla skríkir hér kát yfir myndunum af þessum glæsilega unga manni.
Þetta var líka svona hjá mér. Ég fattaði um daginn að það eru til þúsund myndir af David og Herdísi en mjög fáar af okkur mæðgum saman, nema þá að ég sé með annað brjóstið úti, stundum bæði!
Vona að allt gangi vel hjá ykkur,
brimkveðjur af Bakkanum
Arna Ösp
Arna Ösp, (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:13
ps. flottir sokkar!
Arna Ösp, (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 14:15
Yndislegar myndir, eitthvað svo langt síðan Þorbjörg Þula var svona smá þó það hafi bara verið í fyrradag! En þetta með mæðramyndaleysið er einnig þekkt fyrirbæri á mínu heimili. Hlakka til að sjá mynd af nýbakaðri stoltri móður með ungann sinn, hlakka samt meira til að hitta ykkur
Sibba (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.